Eftir Guðrúnu Bergmann:
Ef þig langar til að prófa CBD vörur en veist ekki hvað þú átt að velja langar mig að deila með þér þremur vörutegundum, sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég g hef fjallað töluvert um CBD og vörur með hampolíu eftir eftir að ég „féll fyrir þeim“, fyrir um ári síðan – og segi gjarnan að þegar maður hefur eitt sinn prófað þær, leitar maður í þær aftur og aftur.
Lestu greinina endilega til enda, því þar finnurðu afsláttarkóða sem þú getur notað til að fá 15% afslátt af þeim vörum sem þig langar að prófa
AÐEINS UM CBD
CBD er skammstöfun fyrir enska orðið CannaBinoiD sem hefur verið þýtt á íslensku sem endókannabínóðar. Stutt er síðan uppgötvað var að í líkamanum er kerfi sem kallast endókannabínóðakerfi. Það er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum sem stjórna ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Endókannóbínóðar eru svipaðir og kannabínóðarnir sem eru í kannabis-sativa plöntunni, en hún er án THC, sem er hugbreytandi efni.
LÍKAMINN FRAMLEIÐIR ENDÓKANNABÍNÓÐA
Hann framleiðir þá á náttúrulegan máta og þeir hafa áhrif á:
Orkujafnvægi líkamans – Örvun matarlystar – Blóðþrýsting – Sársauka – Þroska fósturvísa – Stjórn á ógleði og uppköstum – Minnisgetu – Viðbrögð ónæmiskerfisins – Parkinson‘s, Huntington´s, Alzheimer‘s og MS sjúkdómana, sem allir tengjast taugakerfinu.
Tveir helstu kannabínóða móttakarnir sem eru til staðar um allan líkamann eru: CB1 sem eru aðallega í miðtaugakerfinu, sem samanstendur af heila og mænu, CB2 sem eru aðallega í úttaugakerfinu og í ónæmiskerfinu.
CBD DROPAR ÚR HAMPFRÆJUM
Þegar verið er að prófa sig áfram með noktun á CBD olíu er gott að byrja að nota 3% olíuna frá Pharma Hemp. Hún er ekki mjög sterk, en skilar samt góðum árangri og er á frábæru verði. Hægt er að nota hana til dæmis á kvöldin til að koma ró á líkamann og tryggja góðan svefn.
Hún virkar líka vel á alla taugaverki og dregur úr streitu í líkamanum, eins og CBD olíur gera almennt. Þetta er húðolía en ég set gjarnan 2-3 dropa undir tunguna og læt liggja þar í smástund, áður en ég kyngi þeim.
HAMP ÁBURÐUR
Þessi Hamp áburður frá Elixinol er mjög græðandi á alls konar sár og útbrot. Hann hefur virkað vel á þá sem eru með sóríasis eða annars konar þrálát húðútbrot og þurra bletti. Hann virkar líka græðandi á önnur sár. Ég brenndi mig nýlega og fékk sár í kjölfarið, sem ég hef grætt með þessum áburði.
Ég nota hann líka sem handáburð, en í þessum veðrabreytingum sem verið hafa undanfarið, hafa hendur mínar þornað mikið. Passið bara að nota lítið í einu, því áburðurinn dreifist vel.
ENDOCA HÚÐOLÍAN
Endoca húðolían er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ber hana á allan líkamann eftir sturtu og nota hana líka í tengslum við þurrburstun húðarinnar. Fyrir utan þrjár frábærar olíur, lífræna apríkósuolíu, bergamot olíu og CBD hampolíu, er blandan full af andoxandi efnum eins og A- og E-vítamínum og fljótandi ómettuðum fitusýrum sem mýkja áferð húðarinnar.
Olíublandan er létt í sér og gengur auðveldlega inn í húðina, en situr ekki utan á henni og veitir líkamanum ljóma frá toppi til táar. Hún hefur til dæmis virkað vel á þurra húð á höfði karlmanna sem komnir eru með skalla – og það má líka bera hana í þurran hárbotn kvenna að kvöldi til og þvo hana svo í burtu næsta morgun í sturtunni.
AFSLÁTTUR
Lesendur greina minna geta nýtt sér 15% afslátt af öllum vörum hjá www.hempliving.ismeð því að slá inn afsláttarkóðann: gb23 þegar kemur að greiðslusíðu.