Evrópusambandið ritskoðar til að „vernda“ tjáningarfrelsið

frettinRitskoðun, Tjáningarfrelsi1 Comment

Evrópusambandið hefur undanfarin misseri stundað mikla ritskoðun á öllu því sem ekki hefur verið í samræmi við vilja stjórnenda þess þegar kemur að deilunni og stríðinu í Úkraínu.

Það er í samræmi við vilja og stefnu stjórnenda Evrópusambandsins um að almenningur í Evrópu skuli ekki geta kynnt sér önnur sjónarmið deilunnar í Úkraínu en stjórnendunum í Brussel er þóknanleg.

Í þessu skyni hefur Evrópusambandið lokað á ýmsa miðla eins og vefmiðla og sjónvarpsmiðla.

Rökin sem fyrir þessari ritskoðun gagnvart almenningi í Evrópu komu fram hjá varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Josep Borell Fontelles, þegar hann hélt ræðu á þriðjudag á ráðstefnu sem var tileinkuð viðbrögðum ESB við erlendum óæskilegum upplýsingum. Þar sagði hann: „Með því erum við ekki að ráðast á tjáningarfrelsið, við erum einungis að vernda tjáningarfrelsið“.

Þá kom fram hjá Borell að refsiaðgerðirnar á rússneska fjölmiðla „bönnuðu þeim í raun að starfa“ innan sambandsins.

Hér að neðan má sjá  Borell staðfesta að ESB stundi ritskoðun gagnvart þegnum sínum, „þeim til verndar.“

 

One Comment on “Evrópusambandið ritskoðar til að „vernda“ tjáningarfrelsið”

  1. Þegar þau hafa tapað traustinu og fólk er vaknað þá er gripið til örvæntingafullra aðgerða.

Skildu eftir skilaboð