Vísdómsgyðjan, Whitney Webb, og World Economic Forum

frettinArnar Sverrisson, Pistlar, WEF1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Einungis örfáir vita, er ég voðalega veikur fyrir snjöllum konum. (Veikleikann ber ekki að túlka sem kynferðislega áreitni snjóhvíts og eitraðs karlfausks.) Ein þeirra er bandaríski blaðamaðurinn, Whitney Webb. Ég hef minnst á hana áður og hið mikla verk hennar, „One Nation Under Blackmail,“ þar sem hún leiðir lesendur inn í myrkradjúp og hulduheima í lífi bandarískra auðkýfinga og stjórnmálamanna. Hún lýsir óþverrahætti þeirra gagnvart börnum m.a. Samtímis rekur hún upp spillingarvefina í þessu sauðahúsi um allan heim.

Í fyrirlestrinum – hún er eilítið óðamála, áheyrileg engu að síður, hnitmiðuð, fræðandi – fjallar hún um Alheimsefnahagsráðið eða Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum). Hún lýsir tengslum forsprakkans, Klaus Schwab, við nasista Þýskalands, Harvard Business School og Henry Kissinger og fl.

Whitney gerir grein fyrir samvinnu og samtvinnun auðhringa, stórfyrirtækja, fjárfestingasjóða og ríkisstjórna. En það er leið, sem Klaus og hirð hans fer til tækniauðvaldseinræðisins. 

Samvinnusamningur við Alheimsefnahagsráðið 2019


Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Manuel Guterres, gerði samvinnusamning við Alheimsefnahagsráðið 2019, þess efnis, að þessi leið yrði einnig valin til að ná sjálfbærnimarkmiðum SÞ.

Umfjöllun Whitney um stafrænueftirlit eða netnjósnir, er afar áhugaverð, þó sérstaklega um lífvarnir (biosecurity), þ.e. sameiginlegt eftirlit tæknirisa og ríkisstjórna með starfsemi líkamans/miðtaugakerfisins og inngripum, eftir atvikum. 

Ísraelar og Bandaríkjamenn eiga sérstaka samvinnu um stafrænueftirlitið. Reyndar er Ísraelsmaðurinn, Tal Daviko, sem kom þessari vöktun á koppinn í heimalandi sínu, yfirmaður netnjósnamála hjá Klaus. 

Íslendingar eiga líka sinn leiðtoga á þessu sviði. Yfirlýst markmið er að ná sem greiðlegast til borgaranna.

Eftirlit og njósnir munu gera yfirvöldum kleift að gera líf- eða lífeðlissvipmynd af hverjum og einum þegni. Þannig má t.d. meta, hvort tiltekinn þegn sé líklegur til að valda yfirvöldum ónæði, byrli launráð eða hyggi á afbrot. 

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, kallar persónunjósnir afbrotavarnir, og berst fyrir auknum heimildum lögreglu til að njósna um fólk. Íslenska leynilögreglan hefur þegar greint tvær svipmyndir hryðjuverkamanna með þessari aðferð. 

One Comment on “Vísdómsgyðjan, Whitney Webb, og World Economic Forum”

  1. Ég hef lengi haldið því fram að það þarf ekkert eftirlit nema með þeim sem eru í stjórnunarstöðum. Þar eru áhrifaríkustu glæpamennirnir.

Skildu eftir skilaboð