Bandaríkin hvetja bandaríska ríkisborgara til að yfirgefa Rússland tafarlaust

frettinStjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út 4. stigs viðvörun, sem er hæsta viðvörunarstig, gegn ferðalögum til Rússlands. Margar ástæður eru fyrir viðvöruninni, þar á meðal að Bandaríkjamenn séu sérstaklega útsettir fyrir farbanni, ófyrirsjáanlegum lögregluaðgerðum á svæðinu og hryðjuverkum.

Utanríkisráðuneytið hvetur alla bandaríska ríkisborgara sem enn eru í Rússlandi að fara tafarlaust úr landi.

Og vegna minnkandi samskipta milli Bandaríkjanna og Rússlands segir utanríkisráðuneytið að það hafi færri möguleika til að hjálpa Bandaríkjamönnum sem lenda í vandræðum í Rússlandi.

Reuters greindi frá því að talsmaður Kreml, Dmitry Peskov, hafi hunsað viðvörun Bandaríkjanna og sagði að þetta væri „ekki nýtt“.

Skildu eftir skilaboð