Á vef Reykjavíkurborgar er að finna efirfarandi frétt:
Grunnskólar í Reykjavík taka nú meiri og virkari þátt í Viku6 með hverju árinu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, jafnréttisstýra Reykjavíkur sem stýrir verkefninu, segir virkilega gaman að sjá hversu fjölbreytt þátttaka skólanna var í ár en verkefnið stóð yfir alla síðustu viku.
Hún segir það hafa tekið tíma að fá grunnskólana til að leggja fullan þunga í vikuna en félagsmiðstöðvarnar hafi stokkið á kynfræðsluvagninn um leið og hann birtist. Sumir skólanna taka alla viku6 í kynfræðslu, aðrir taka einhverja daga í verkefnið og enn aðrir samþætta það annarri kennslu að hluta eða öllu leyti.
Flest áhugasöm og spennt fyrir Viku6
Í ár hefur fjölbreytnin verið mikil og segist Kolbrún upplifa að flest börn og unglingar séu spennt fyrir vikunni og verkefnunum sem fylgja. Talsvert er orðið um að kynfræðslunni sé blandað inn í hinar ýmsu námsgreinar. Þannig eru dæmi um að í stærðfræðitímum hafi verið reiknuð tíðni kynsjúkdóma, kynferðisofbeldis og fleiri breyta sem snerta þemað. Þá eru dæmi úr tungumálakennslu þar sem kynlífsorðræða var rýnd í textum og horft var á fræðslumyndbönd á erlendum tungumálum. Heimilisfræðikennsla var líka samþætt kynfræðslu og voru dæmi þess að bökuð voru typpa- og píkubrauð eða kynfæri búin til úr leir í listgreinum með tilheyrandi flissi og gleði.
Þrátt fyrir að meiri vakning sé að verða um nauðsyn kynfræðslu segir Kolbrún mikilvægt að halda áfram því enn sé misjafnt hversu mikla og markvissa kynfræðslu börn fá í skólunum. „Það er mikilvægt að sýna að kynheilbrigði skiptir máli og líka að starfsfólk finni og sjái að það þarf ekki að vera flókið að samþætta kynfræðslu við aðrar greinar. Vika6 minnir okkur á að við þurfum að sinna kynfræðslu,“ segir Kolbrún að lokum.
Hér má sjá myndbönd sem Jafnréttisskóli Reykjavíkur og UngRúv unnu fyrir Viku6.
Í fréttinni frá Reykjavíkurborg má sjá fleiri typpa-og píkumyndir sem krakkarnir voru látnir teikna, leira og baka í skólunum.
2 Comments on “Leiruðu og bökuðu kynfæri í skólanum í Viku Sex”
damn freaks
Grunnskólar?? Er þetta lið e-ð brenglað?