Páll Vilhjálmsson skrifar:
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri segir í viðtali að lögreglusveit hafi verið send frá höfuðstað Norðurlands suður til Reykjavíkur í febrúar á liðnu ári að hafa uppi á honum og þrem öðrum blaðamönnum fyrir Samherjaskrif. Tilgangur lögreglunnar, að sögn Þórðar Snæs, var að krefjast þess að blaðamenn gæfu upp nöfn heimildarmanna sinna.
Ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, fer með rangt mál. Það kom engin stormsveit að norðan að sækja Þórð Snæ og þrjá aðra blaðamenn. Fjórmenningarnir voru aftur boðaðir til yfirheyrslu 14. febrúar í fyrra en lögðu á flótta og létu ekki ná í sig fyrr en í ágúst. Í ofanálag vissi lögreglan hver heimildarmaðurinn var. Það kemur fram í greinargerð lögreglu frá 23. febrúar.
Viðtalið við Þórð Snæ birtist í norska tímaritinu Innsikt. Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun um Namibíumál RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla, sem í bráðum fjögur ár hafa sakað Samherja um spillingu og lögbrot þar syðra.
Blaðamaðurinn sem skrifar viðtalið og fréttina í Innsikt er ekki á ritstjórn útgáfunnar heldur lausapenni. Hann heitir Lasse Skytt og er danskur. Skytt auglýsirþjónustu sína til sölu á netinu, segist skrifa lipran texta og kunni að höfða til valinna markhópa. Menn sem auglýsa sig svona eru almannatenglar og yfirleitt kallaðir lygarar til leigu af heiðarlegum blaðamönnum.
Blaðamennska er að segja sannleikann. Almannatenglar þiggja laun fyrir frásagnir í þágu verkkaupa. Nokkur munur á þessu tvennu, eins og gefur að skilja.
RSK-miðlar með stuðningi Blaðamannafélags Íslands réðu Lasse Skytt til að skrifa níðgreinar um Ísland og Samherja. Efninu er komið á framfæri í erlendum miðlum sem fréttum. Síðan taka RSK-miðlar og BÍ skrif Danans í útlendum miðlum og kynna íslenskum lensendum sem heiðarlegar fréttir - í raun er um að ræða keyptar falsfréttir. Málgögn RSK-miðla, Heimildin og Mannlíf, birta endurvinnsluna. Danska sorpið er innflutt og selt Íslendingum sem góð og gild vara.
Fyrir nokkrum dögum birtist á vefsíðu Blaðamannafélags Íslands, press.is, frétt þýdd upp úr fagriti danskra blaðamanna. Hver skyldi vera höfundurinn? Jú, auðvitað Lasse Skytt. Þetta er sama fréttin og í norsku útgáfunni, í annarri útfærslu. Boðskapurinn er sá sami, að blaðamenn séu ofsóttir á Íslandi.
Í báðum tilfellum er um hreinar níðgreinar að ræða enda er þeim danska stýrt af RSK-blaðamönnum sem eru sakborningar í glæpamáli og gera engan greinarmun á blaðamennsku og almannatengslum. Íslensku samfélagi er fundið allt til foráttu og það sagt gjörspillt.
Blaðamannafélag Íslands tekur þátt í að kaupa danskan leigupenna til að úthúða landi og þjóð með það að markmiði að bæta málstað blaðamanna sem eiga aðildað byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi Páls skipstjóra Steingrímssonar og Örnu McClure. Jafnvel stéttafélag almannatengla myndi ekki leggjast svona lágt.
Danski leigupenninn er látinn gagnrýna frændhygli á Íslandi. Sá sem þýðir greinina á vef Blaðamannafélags Íslands heitir Auðunn Arnórsson og er starfsmaður félagsins. Hann er bróðir Þóru Arnórsdóttir, sakbornings og fyrrum forsetaframbjóðenda. Þarf frekari vitnanna við um hvar spillingin er mest á Íslandi?
3 Comments on “Þórður Snær ofsóttur af sveit eyfirskra lögreglumanna”
Sendiboðar frétta um glæpi ofur-glæpa-fyrirtækisinns eru sífellt undir árásum leigupenna Samherja. Hérna er einn leigupenni þeirra, Palli kennari, enn eina ferðina að bera óhróður á þá blaðamenn sem afhjúpa eitthvað af glæpum fyrirtækisinns.
Þegar blaðamenn eru að gera eitthvað gott, t.d. að afhjúpa mútu-glæpi glæpafyrirtækisinns Samherja, þá er ráðist á þá, en þegar þeir dreifa copy paste þýðingum af lygi um covid, mRNA efni (sem ganga undir dulnefninu „bóluefni“), eða lygar um „safe and effective vaccine“, sem eru nú að drepa hundruðir þúsunda, þá er öllum sama og palli kennari heldur kjafti.
Skúli, ég ætla svo sem ekki að verja viðskiptahætti Samherja en þessir blessuðu ofurblaðamenn eiga ekki að fá að komast upp með það að fremja glæp til að uppræta annan glæp!
Þessir blaðamenn eiga að fá dóm fyrir að byrla fyrir páli skipstjóra og misnota veika manneskju til að stela símanum hans. Hvað sem mönnum finnst þá hefur Páll Vilhjálmsson rétt fyrir sér.
Hefur eitthvað verið sannað að honum hafi verið byrlað einhverju eitri til að ná af honum símanu. Skilst að hann hafi verið á blindafylleríi þegar þetta ger’ðst og var lagður inn á sjúkrahús. Gat það ekki verið áfengiseitrun. Það virðist líka vera auðvelt fyrir Samherjamenn að múta og kaupa menn. Ekki var erfitt fyrir lyfjarisana að múta íslenskum læknum til að aulýsa eitursullið sitt sem nú er búið að drepa eihverja milljónir manna um heiminn. Bara íhugunarefni