Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er stundum nefndur, hefur tilkynnt að hann ætli sér að snúa sér aftur að kraftlyftingum (e. powerlifting) eftir langt hlé. Í kjölfarið muni hann snúa sér að aflraunakeppnum (e. strongman).
Takmark Hafþórs í ár verður að slá heimsmetið í samanlagðri þyngd í kraftlyftingakeppni (samanlögð þyngd í þremur greinum) og að á næsta ári komast á tvær af stærstu keppnum heims í aflraunum.
Frá þessu segir hann í nýlegu myndbandi á Youtube sem sjá má hér neðar.
Ljóst er að þessi tekjuhæsti íþróttamaður Íslands undanfarin ár muni hrista upp í heimi kraftlyftinga og aflrauna ef allt fer sem horfir.