Mannlíf birti í gær grein þar sem vísað var í blogg Páls Vilhjálmssonar kennara og blaðamanns.
Bloggið fjallaði um afsögn forsætisráðherra Skotlands þar sem segir að transkonan Isla Bryson hafi fellt forsætisráðherrann. Isla hét áður Adam Graham og nauðgaði tveim konum áður en hún fór í kynleiðréttingu og var sett í kvennafangelsi.
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs skrifaði aðra grein þar sem hann biður transfólk afsökunar á því að „endurbirtur hafi verið hluti greinar af vef Morgunblaðsins sem felur í sér gríðarlega fordóma gagnvart transfólki. Um er að ræða grein Páls Vilhjálmssonar, kennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ, sem skrifuð er af vanvirðingu, þekkingaleysi og fordómum. Bloggfærslur Páls hafa ítrekað verið birtar í Staksteinum Morgunblaðsins“, segir Reynir í afsökunarbeiðni sinni.
Reynir bætir því að það væri „skoðun Mannlífs að greinin af vef Morgunblaðsins sé óboðleg gagnvart því fólki sem þarna á í hlut og dæmi um hættulega þröngsýni gagnvart þjóðfélagshópi sem á í mikilli vörn. Framsetning endurbirtingarinnar varð til þess að misskilningur varð um að þarna væri verið að lýsa velþóknun á skoðunum Páls. Það er alrangt og Mannlíf lýsir afdráttarlausri skömm á skrifunum.“ Greinin var síðan tekin úr birtingu.
Hvaða þjóðfélagshópar eru í mestri vörn hér á landi?
Fjölmiðlanefnd lét Maskínu nýlega framkvæma fyrir sig könnun undir yfirskriftinni „Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi“, en hún birtist á vef nefndarinnar í gær.
Niðurstaðan gefur til kynna að hötuðustu hóparnir séu langt í frá þeir sem stjórnmálamenn, fjölmiðlar og hagsmunasamtök hamra stöðugt á, þar á meðal transfólk. Það eru allt aðrir hópar sem eru fórnarlömb haturs og andúðar sbr. myndina hér neðar. Fréttin fjallaði nánar um málið.
Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar eru hötuðustu hóparnir eftirtaldir en til samanburðar er transfólk með 5.6%.
- Andstæðingar bólusetninga með 58,2%
- Andstæðingar þungunarrofs með 56,3%
- Loftslagsafneitunarsinnar með 52,3%
One Comment on “Reynir biður transfólk afsökunar og fjarlægir grein um skrif Páls Vilhjálmssonar”
Það er athugunarefni hvað það er há prósenta sem hata þá sem leitað hafa sér upplýsinga um þessa 3 flokka hér að ofan.