Evrópusambandið bannar sölu nýrra bensín-og díselbifreiða frá 2035

frettinLoftslagsmál, Rafmagnsbílar, Stjórnmál2 Comments

Evrópusambandið (ESB) ætlar að banna sölu nýrra ökutækja sem knúin eru bensíni og díselolíu frá og með árinu 2035. Evrópuþingið samþykkti ný lög þess efnis á þriðjudag, þar sem ESB gerir einnig áætlanir um að draga úr kolefnislosun frá vörubifreiðum og rútum.

Aðildarríki ESB hafa þegar samþykkt löggjöfina um fólksbifreiðar og sendibifreiða og munu þau nú formlega verða að lögum, en mikil umræða er framundan um fyrirhugaðar aðgerðir gegn stærri vöru- og fólksbifreiðum.

Stuðningsmenn frumvarpsins, sem samþykkt var á Evrópuþinginu í Strassborg, halda því fram að þetta gefi evrópskum bílaframleiðendum góðan tíma til að skipta yfir í rafmagnsbíla og muni hvetja til fjárfestinga til að vinna gegn samkeppni frá Kína og Bandaríkjunum.

Lögin munu um leið styðja við metnaðarfulla áætlun Evrópusambandsins um að verða „kolefnishlutlaust“ hagkerfi árið 2050, með núll losun gróðurhúsalofttegunda.

Heimild.

2 Comments on “Evrópusambandið bannar sölu nýrra bensín-og díselbifreiða frá 2035”

  1. Ætli EU löndin BNA og NATO verði ekki búin að tortíma heiminum áður enn það kemur til þessara aðgerða?

  2. Þetta jaðrar ekki við að vera heimska heldur er sullandi bullandi heimska, svipað heimskt og óraunhæft þegar Ísland ætlaði að vera “ eiturlyfja laust Ísland árið 2000”

Skildu eftir skilaboð