Læknirinn í skýinu: Kalli Snæ opnar nýja tegund heilbrigðisþjónustu á Íslandi

frettinHeilbrigðismál4 Comments

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, oft kallaður Kalli Snæ, hefur opnað nýja tegund heilbrigðisþjónustu á Íslandi, Aether Medical - Læknirinn í skýinu.

Hringt er í símanúmerið, 835 1415, til að panta tíma og hægt verður að panta blóðrannsóknir, fá endurnýjun lyfseðla, eiga samtal við lækni og ýmislegt annað. Stefnt er á að biðtíminn verði að hámarki tveir dagar og greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt verðskrá. 

Íslensk yfirvöld hafa hafnað því að niðurgreiða þessa þjónustu sem er vafasamt í ljósi skuldbindinga þeirra um aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Víða erlendis hafa einkaaðilar tekið að sér að bj́óða upp á þjónustu í samkeppni við niðurgreidda þjónustu yfirvalda enda biðlistar víða óyfirstíganlegir og kostnaðurinn við biðina í mörgum tilvikum miklu meiri en sparnaðurinn við að njóta niðurgreiddrar þjónustu. Á Íslandi er vottur af slíkum valkostum, sérstaklega fyrir sjón- og heyrnaskerta og þá sem þurfa á liðskiptum eða fegrunaraðgerðum að halda.

Guðmundur Karl er sérfræðingur í heimilislækningum og með framhaldsmenntun frá Svíþjóð. Áður en hann fór í sérnám til Svíþjóðar stundaði hann framhaldsnám og var við rannsóknir í geðlækningum og almennar heimilislækningar í Reykjavík og landsbyggðinni. Hann segir á heimasíðu sinni hafa ákveðið að bjóða upp á fjarlækningar í gegnum síma, sem hann kallar „læknisráðgjöf eða lækningar í skýinu,“ og vonast til að smám saman verði hægt að bæta við þjónustuna með vídeólínk og komu á stofu í tilvikum, og eftir þörfum.

„Læknirinn í skýinu“ segir að  ætlunin sé að veita alla hefðbundna læknisþjónustu sem hægt að veita í gegnum fjarþjónustu, síma og vídeó. „Hægt er að óska eftir blóðrannsóknum eftir þörfum og óskum hvers og eins, auk annarra rannsókna og tilvísana,“ segir á heimasíðunni .

Guðmundur Karl bætir því við að sjúkratryggingar neiti að niðurgreiða þjónustuna þrátt fyrir að allir sem búi hér á landi séu almannatryggðir, en verðlagningu verði stillt í hófi af þeirri ástæðu.

4 Comments on “Læknirinn í skýinu: Kalli Snæ opnar nýja tegund heilbrigðisþjónustu á Íslandi”

  1. “Sjúkratryggingar neiti að niðurgreiða þjónustuna þrátt fyrir að allir sem búi hér á landi séu almannatryggðir,” Pólitíkin er algjör tík .. Vel gert Guðmundur enda eini læknirinn á Íslandi sem ég get treyst.

Skildu eftir skilaboð