Hvað er Vika Sex í grunnskólum? – Dæmi um náms-og fræðsluefni

frettinSkólamálLeave a Comment

Mynd/Félagsmiðstöðin Tjörnin í Viku6

Vika6 er sjötta vika hvers árs í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tímasetningin valin þess vegna, en heitið hefur einnig vísan í enska heiti orðsins kynlíf (e.sex) samkvæmt skóla-og frístundasviði Reykjavíkur. Vikan er samstarfsverkefni milli félagsmiðstöðva víðsvegar um landið og UngRúv. Fræðslan er fyrir alla aldurshópa í grunnskólans en misjöfn eftir aldurshópum. 

Fræðslan nær alveg niður í 1. bekk og segir á vef Reykjavíkurborgar t.d. „að það sé mikilvægt að skilja muninn á milli líffræðilegs kyns og kynvitundar og að markmiðin á bak við lykilhugmyndina séi að nemandi geti gert greinarmun á því hvað líffræðilegt kyn er og hvað kynvitund felur í sér og eins sagt frá því hvernig hann sjálfur upplifir sitt líffræðilega kyn (og mögulega kynvitund). Börn niður í 6 ára fá einnig fræðslu um klám.

Í Viku6 viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum, segir á vef Reykjavíkurborgar.

Mynd úr bæklingnum

Blandað inn í ýmsar námsgreinar

Fréttin sagði frá því nýlega að samkvæmt Reykjavíkurborg er talsvert orðið um að kynfræðslunni sé blandað inn í hinar ýmsu námsgreinar, t.d. heimilsfræði þar sem skólabörnin bökuðu kynfærabrauð í kennslustund.

Hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni voru líka bakaðar kynfæra-og brjóstatertur eins og sjá má á vefsíðu miðstöðvarinnar.

Börnin baka kynfæri - Vika6 í félagsmiðstöðinni Tjörnin

Upplýsingabæklingur sendur á alla grunnskóla í Reykjavík

Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar sendi þennan upplýsingabækling á alla aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra grunnskóla í Reykjavík  til undirbúnings Viku6. Myndirnar hér neðar eru úr bæklingnum.

Á vef Reykjavíkurborgar segir m.a.

Innlegg Jafnréttisskólans (í samstarfi við aðra) í Viku6 er m.a. að:

 • hvetja stjórnendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í Viku6
 • finna til ýmiskonar námsefni og kennsluhugmyndir sem tengjast þemanu, fyrir starfsfólk til að nota í Viku6 ef það kýs
 • láta útbúa fræðslu veggspjöld og dreifa þeim í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar
 • búa til stutt fræðslumyndbönd í samstarfi við UngRÚV
 • senda öllum nemendum í 10. bekk smokka
 • Hanna stuttermaboli með fræðslu á fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva
 • skipuleggja viðburði s.s. opna fræðslu í gegnum Teams til barna og unglinga í Viku6 og opna fræðslu fyrir starfsfólk og foreldra í aðdraganda Viku6

„Skoðaðu kynfæri þín í spegli“ segir m.a. í bæklingnum

Þemað í ár er kynlíf og kynferðisleg hegðun

Vika6 árið 2023 fór fram dagana 6. til 10. febrúar. Þemað var kynlíf og kynferðisleg hegðun. Hér má finna nokkrar hugmyndir og verkfæri sem sérsniðin eru að þema ársins.

Í verkfærakistum á forsíðu Vika6 má einnig finna ýmiskonar kennsluefni sem nýtist í tengslum við þemað í ár.

Sjálfsfróun er góð segir m.a. í upplýsingabæklingnum

Á vef Reykjavíkurborgar segir einnig:

Tengt þessu þema er t.d. hægt að fjalla um:

 • Kynferðislega hegðun

      - Hvað á að ég að segja? Hvað á ég að gera?

 • Frammistöðukvíða

 • Jafningjaþrýsting

 • Forleik, nánd, gælur

 • Sjálfsfróun

 • Fantasíur

 • Virðingu og mörk

 • Kynferðislega ánægju

 • Fjölbreytileika kynlífs

 • Fyrstu kynlífsreynsluna

 • Hugrekki og ábyrgð

 • Klámvæðingu

Börnin hvött til að finna sínar „fantasíur“ til að ,,koma sér til“

 

Skildu eftir skilaboð