Macgregor: 700.000 Rússar undir alvæpni

frettinHallur Hallsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Eftir Hall Hallsson:

Morgunblaðið gerir því nú skóna að stórsókn Rússa sé hafin undir fyrirsögn: Stöðva þarf Rússa áður en þeir sækja lengra í vestur. Herskáum Mogga-tón linnir ekki, þarf ekki frekar að semja frið? Rússar eru að láta hné fylgja kviði. Mogginn hefur eftir varn­ar­málaráðherra Úkraínu, Oleksí Resni­kov, að Rússar hafi kallað til „mun fleiri“ her­menn en 300 þúsund, tel­ur hann töl­una vera nærri 500 þúsund.

Macgregor: Rússar tífalt öflugri

Ráðherrann fer nærri um, en Douglas Macgregor ofursti kveður um 700 þúsund rússneska hermenn í Úkraínu eða við landamærin albúna til stórsóknar gegn þegar gersigraðum her Úkraínu. 80.000 sjálfboðaliðar hafi boðið sig til herþjónustu. Rússland hafi nú þegar unnið stríðið í Úkraínu. Að minnsta kosti 150-160 þúsund úkraínskir hermenn séu fallnir og saknað í bardaga, jafnvel allt að 200 þúsund. Rússneski herinn sé tífalt öflugri en sá úkraínski; stórskotalið og eldflaugar gereyði úkraínska hernum. Der Spiegel: Ukraine Losing Hundreds of Soldiers Every Day. Paník í Berlín. Þeir sem eftir séu í Úkraínu líklega 18-19 milljónir þar af 4 milljónir í austurhlutanum. Yfir 10 milljónir hafi yfirgefið landið, tvær milljónir voru í V-Evrópu fyrir stríð. Það er líklegt að Úkraína verði örríki umhverfis Kænugarð. Pólverjar fái V-Úkraínu til baka.

Herkvaðning: 16 ára og 60+ karlar

Herútköll hafa verið tólf  talsins, nú síðast 16 ára unglingar og 60+ karlmenn. Þetta minnir á þriðja ríkið fyrir 80 árum. Því lengur sem stríðið heldur áfram því meiri hörmungar. Úkraína er hrunin, innviðir rústir einar. Mannfall rússneska hersins sé 10-15% af úkraínska hernum. „Það veldur mér hugarangri að fólk á Vesurlöndum lætur sig örlög úkraínsku þjóðarinnar ekkert varða,“ segir Macgregor ofursti skriðdrekaforingi í Flóabardaga 1991, Balkanskaga & Júgóslavíu. Hann er gagnrýnandi herskárrar stefnu Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann hætti herþjónustu ári eftir innrásina í Írak. Macgregor var ráðgjafi Hvíta Hússins í tíð Dónalds Jóns og tilnefndur til embættis sendiherra í Þýskalandi en stríðshaukar Washington komu í veg fyrir staðfestingu hans.

Til þess að skilja atburði 2016-2023 verða menn að átta sig á að Dónald Jón Trump lofaði að draga Bandaríkin út úr Endalausum styrjöldum. Stríðshaukar í báðum flokkum snérust gegn forsetanum; neo-cons & neo-libs í þágu Military Industrial Complex & lyfjarisa Big-Pharma. Frá falli Sovétsins hafa geisað Endalausar styrjaldir & plágur. Dónald Jón kom á friði í Mið-Austurlöndum; steig fæti á N-Kóreu; hvatti Zelinski til að velja sættir og semja við Pútin. Þegar seníll Jói Biden kom upp úr kjallaranum í Delaware þá var "kveikt" í Úkraínu. Þetta er amerískt stríð alveg eins og stríðin í ríkjum múslima. Stórveldisdraumar ESB eru sem brunarústir, Evrópa án orku er púnteruð.

Skildu eftir skilaboð