Vonast til að fleiri segi frá aukaverkunum og veikindum eftir Covid sprautur

frettinAukaverkanir, Covid bóluefni1 Comment

Margrét Ósk Guðbergsdóttir er 38 ára þroskaþjálfi og þriggja barna móðir, búsett í Sandgerði. Hún fékk AstraZeneca sprautu 17. febrúar 2021.

Það mætti segja að hún hafi fengið alla heimsins kvilla sem mögulega er hægt að fá eftir eina sprautu. Um leið og hún var sprautuð fann hún fyrir stirðleika upp í háls og höfuð og varð strax fárveik um kvöldið, fékk 40 stiga hita og lá í móki í tvo sólarhringa.

Margrét Ósk sagði frá því á Facebook í gær að nú væru liðin tvö ár síðan hún missti heilsuna á „núlleinni“ eftir sprautu sem hún segir hafa snúið lífi hennar gjörsamlega á hvolf. „Fáránalega erfið lífsreynsla og mjög óraunveruleg“, sagði hún. Enginn veit nákvæmlega hvað gerðist eða hvað var í þessari sprautu sem gat haft þessu slæmu áhrif en læknar eru flestir sammála um að sprautan sé orsökin fyrir öllum veikindunum og var henni ráðið frá því að fara í fleiri.
Margir glíma við aukaverkanir en reyna að finna aðrar orsakir

Margrét segir það jafnframt ótrúlega erfitt að ræða þessar „bólusetningar“ þar sem svo margir vilji ekki trúa því að ein sprauta hafi getað orsakað alla þessa kvilla og bætti því við að það séu miklu fleiri sem eru að glíma við margskonar aukaverkanir af Covid sprautunum, en flestir reyni að finna aðrar orsakir.

Margrét segir listann of langan til að telja upp allar aukaverkanirnar en í stuttu máli hafi „bólusetningin“ haft áhrif á ónæmis-og taugakerfið, sjón og heyrn, heilann, móðurlífið, stoðkerfið, húðina, hormónakerfið, hjartað og lungun.

Hún segir líka frá því að eftir ferð til Flórída hafi hún byrjað að fá rafstrauma í fæturna og í orðsins fyllstu merkingu misst undan sér fæturna. Þá hafi hún hringt upp á Reykjalund og fengið inn tveimur vikum síðar, sem hún segir hafa bjargað lífi sínu.

Margrét segist hafa hitt fjölda manns á Reykjalundi á öllum sviðum og það sorglega væri að meirihluti fólksins hafi verið að glíma við einhvers konar aukaverkanir af Covid sprautunum, eins og t.d. óútskýranlegan rafstraum og doða í líkamanum, ofsaþreytu, mikla verki og mígrenisköst.

Vonast til að fleiri opni sig um skaðann

Alla frásögn Margrétar má lesa á Facebook síðu hennar og eins má hér neðar sjá viðtal sem tekið var við hana og Rebekku Ósk Sváfnisdóttur í sumar. Báðar hafa þær glímt við veikindi eftir Covid sprautur og Rebekka Ósk stofnaði Facebook-hópinn Tíðarhringur bólusettra kvenna. Rebekka var með stanslausar blæðingar í um þrjá mánuði eftir Pfizer „bóluefnið“ og fékk fljótlega úr því skorið að hún væri orðin ófrjó.

One Comment on “Vonast til að fleiri segi frá aukaverkunum og veikindum eftir Covid sprautur”

Skildu eftir skilaboð