Alríkisdómari í New York stöðvaði lagasetningu um hatursorðræðu

frettinDómsmál, HatursorðæðaLeave a Comment

Alríkisdómari við dómstólinn í suðurhluta New York ríkis hefur gefið út lögbann og hindrað þar með gildistöku „laga um hatursfulla hegðun“ (e.hateful conduct law) í New York. Tilgangur laganna var að hafa stjórn á „hatursorðræðu“ á samfélagsmiðlum. Dómarinn úrskurðaði að lögin væru brot á fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Lögbannið kemur í veg fyrir að bandarísk stjórnvöld geti stjórnað því sem borgararnir segja á samfélagsmiðlum.

Í úrskurðinum sem kveðinn var upp í síðustu viku tók dómarinn, Andrew L. Carter Jr., málstað Eugene Volokh „lagabloggara“ og myndbandsvettvangsins Rumble í áskorun þeirra gegn ríkisstjóra New York,  Kathy Hochul, sem vildi setja „lög um hatursfulla hegðun“ til að hafa stjórn á málfrelsi borgarana.

Lögin, að sögn Carter dómara, stangast á við „skuldbindingu bandarísku þjóðarinnar um tjáningarfrelsi, jafnvel þó að um sé að ræða móðgandi eða andstyggilega orðræðu.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð