Tvær konur hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga

frettinInnlendarLeave a Comment

Kona á ní­ræðis­aldri lést í sund­laug Kópa­vogs á föstu­dag. Greint var frá málinu í há­degis­fréttum RÚV, en síðustu daga hafa tvær konur látist í sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu.

Tæplega fimmtug kona sem fannst með­vitundar­laus í Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ í gær er látin.

Margeir Sveins­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn sagði að málið væri í rann­sókn og ekki verði veittar frekari upp­lýsingar að svo stöddu.  Mikill við­búnaður var við Lágafellslaug í gær og veitti Rauði krossinn starfs­fólki laugarinnar á­falla­hjálp.

Skildu eftir skilaboð