Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að skattgreiðendum verði heimilt að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjalds hvers árs til annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, að eigin vali.
Þetta er einfalt í útfærslu og mikið sanngirnismál, segir í tilkynningu Miðflokksins. „Útfærslan myndi draga úr yfirburðarstöðu RÚV gagnvart einkareknum fjölmiðlum og hvetur þá til dáða. Grundvallaratriðið er að fólki sé treystandi til að velja hvar stuðningi þess er best varið, hvað þá þegar aðeins er um að ræða þriðjung gjaldsins sem nú rennur allt til RÚV, “ segir í tilkynningunni.
Þingsályktunin er aðgengileg hér og góðar umræður urðu um málið á Alþingi, sem má horfa og hlusta á hér.