Hneykslismál hjá Ensku Úrvalsdeildinni

EskiErlent, Hatursorðæða, Hinsegin málefni, Mannréttindi, Samfélagsmiðlar, Viðskipti, Woke1 Comment

Alvarlegt hneykslismál skekur nú Bretlandseyjar þar sem Premier League, eða enska úrvalsdeildin, hefur gerst uppvís að því að stunda persónunjósnir.

Allt lék í lyndi hjá hinni 34 ára gömlu lesbíu,  Linzi frá Newcastle, sem er meðlimur í aðdáendaklúbb Newcastle United. Hún hefur fylgt liðinu eftir alla tíð frá blautu barnsbeini og farið á nær alla heimaleiki félagsins. Vegna atvinnu sinnar kemst hún ekki á útileiki félagsins ef þeir eru á laugadögum. Annars fylgir hún liðinu sínu af miklum eldmóð.

Í byrjun nóvember fær hún hinsvegar tölvupóst þess efnis að hún sæti nú rannsókn hjá Newcastle United og heimi hennar er snúið á hvolf. Henni var tjáð af kvörtunardeild öryggissviðs (e. security complaints) að hún væri til rannsóknar vegna meintra hatursglæpa. Þeir vildu hinsvegar ekkert gefa upp hvað hún væri sökuð um, en eftir mikinn þrýsting frá Linzi fékk hún nánari upplýsingar fyrir rest.

Ummæli á samfélagsmiðlum sem gætu skilst sem transfóbía

Linzi var tjáð þar að hún væri til rannsóknar vegna ummæla sem hún hafði látið falla á samskiptamiðlinum Twitter – sem heitir X í dag. Ummæli hennar sem væru til skoðunar gætur hugsanlega flokkast sem transfóbísk hatursummæli. Linzi sem er samkynhneigð viðurkenndi í viðtali við Toby Young, formann Free Speech Union í Bretlandi,  að hún hafi vissulega sagt það að transkonur væru karlar, gætu aldrei orðið konur, hvað þá lesbíur og hún myndi aldrei viðurkenna neitt annað.

 

Regnbogavottun bölgerðin

Enska úrvalsdeildin hóf árið 2017 samstarf við Stonewall (systursamtök Samtakanna ´78) um svokallað „Stonewall Diversity Champions Scheme“ sem er sama eðlis og Regnbogavottun Samtakanna ´78.

Samtökin ´78 eru í raun að nota nákvæmlega sama módel og Stonewall hefur gert í fleiri ár.
Samtökin fá greiðari aðgang inn í mannauðsmál fyrirtækja og stofnanna og auk þess umtalsverð áhrif í ákvarðanatöku í t.d. markaðsmálum og starfsmannamálum. Nýlegt dæmi um slíkt á Íslandi er að Ölgerðin breytti slagorði Kristals til þess að þóknast fyrirmælum Samtakanna ´78 um kynhlutlausa, en afbakaða íslensku.

„Stadium-Stasi“  Premier League

Innri rannsókn hjá leyniþjónustu ensku úrvalsdeildarinnar hófst fyrir fullt. Líf Linzi var skannað á öllum samfélagsmiðlum og öll hennar starfrænu spor krufin til mergjar.

Þau studdust við leitarorð eins og „ég bý“ (e. I live) til þess að reyna komast að hvar hún býr, skönnuðu samfélagsmiðlareikninga hennar, vini hennar, nærumhverfi og fleira.
Þetta var svo tekið saman í 11 blaðsíðu skýrslu sem var send frá njósnadeild ensku úrvalsdeildarinnar til heimafélagsins hennar – Newcastle United.
Linzi var svo vísað úr aðdáendaklúbbnum og fær ekki að koma á leiki í ensku úrvalsdeildinni restina á þessu tímabili og svo áframhaldandi bann næstu heilu tvö keppnistímabilin.

Vanlíðan og félagsfælni

Linzi finnur fyrir mikilli vanlíðan og félagsfælni eftir þessa lífsreynslu. Líf hennar í Newcastle hefur verið snúið á hvolf. Helstu staðirnir sem hún stundaði, hvort sem það var hverfisbarinn við St. James´ Park leikvanginn í Newcastle, eða staðirnir sem hún fór út að ganga með hundinn sinn gera hana uggandi.
„Mér finnst eins og það sé verið að fylgjast með mér“. Henni finnst þetta svo óhugnanlegt að fyrirtæki á borð við Premier League séu að stunda svona njósnir um samborgara sína.

Brot á jafnréttislögum

Linzi hefur nú með hjálp Toby Young, formanns Free Speech Union í Bretlandi, höfðað mál gegn Ensku úrvalsdeildinni á grundvelli brota á jafnréttislögum (Equality Act 2010) og persónuverndarlaga (GDPR). Free Speech Union hefur nú hrundið af stað átaki til þess að hvetja fólk sem hefur lent í svipuðum aðstæðum og Linzi til þess að stíga fram með aðstoð félagsins.

Ummælin lögvernduð

Ummælin sem Linzi er mismunað fyrir eru lögvernduð í Bretlandi. Dómstólar í Bretlandi hafa skorið úr því að gagnrýni á kynjafræðina og trans hugmyndafræðina

Maya Forstater

(gender critical views) er verðug skoðun í lýðræðissamfélagi. Mál Mayu Forstater sem hún höfðaði gegn sínum atvinnurekanda skar úr um það og hafa í kjölfarið fallið fleiri  dómar konum í vil, sem kæra sig ekki um að karlar sæki inn á einkarými kvenna, óháð því hvort þeir segjast vera konur eða ekki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

One Comment on “Hneykslismál hjá Ensku Úrvalsdeildinni”

  1. Pingback: Kona sett í áhorfendabann hjá Newcastle fyrir ummæli um trans fólk - Sakar úrvalsdeildina um „Stasi“-tilburði - DV

Skildu eftir skilaboð