Viganò erkibiskup fordæmir valdarán glóbalistanna: Kallar eftir andspyrnu gegn nýju heimsreglunni – fyrri hluti

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Carlo Maria Viganò erkibiskup er andlegur leiðtogi í baráttunni gegn glóbalismanum. Hann sendi áður frá sér ákall til jarðarbúa að snúa bökum saman í baráttunni gegn glóbalismanum sem hann segir afar illkynjaðan og djöfullegan að fást við. Núna endurtekur hann boðskapinn í grein sem The Gateway Pundit hefur birt. Þetta er sá fyrri og seinni hlutann má lesa hér.


 Ákall Viganò:

Boðskapur til þátttakenda Þjóðþings „Democrazia Sovrana e Popolare“ Rómaborg 27. -28. janúar 2024.

Leyfið mér fyrst og fremst að þakka Dr. Francesco Toscano fyrir boðið að tala á þessu landsþingi með stuttri hugleiðingu, sem ég vona að muni hjálpa til við að beina aðgerðum yðar í þágu almannaheillar.

Við stöndum núna frammi fyrir sögulegri ógn, valdaráni glóbalista-elítunnar. Þetta valdarán opinberaðist nýlega í fullkomnum vitnisburði brjálæðislegra yfirlýsinga þátttakenda í pallborðsumræðum í Davos. Yfirlýsingarnar eru afleiðingin af því niðurrifsverkefni sem unnið hefur verið að í áratugi. Verkefni sem byggist á lygum, fjárkúgun og spillingu.

Lygar

Allar ástæður sem tengslanet glóbalista gefur upp til að réttlæta gjörðir sínar eru rangar eða réttara sagt: þær eru falskar forsendur sem vísvitandi halda öðrum ónefndum ástæðum leyndum. Það er ekkert vísindalegt eða skynsamlegt við þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til til að takast á við nýlegar kreppur. Þess í stað opinberast viljinn að fela glæpsamleg markmið sín á bak við undanslátt sem aðeins tekur tíma okkar og orku.

Farsóttarfarsinn, kreppurnar í Úkraínu og Palestínu, hlýnun jarðar og allt sem er fræðilega sagt til að réttlæta þær ráðstafanir sem ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa gripið til gegn okkur, hafa þann eina tilgang að gera hverja mögulega andstöðu ómögulega í nafni neyðarráðstafana sem eru fyrir fram skipulagðar í smáatriðum.

Kúgun

Arkitektar Endurræsingarinnar miklu vinna meðvitað að breytingu fólksfjöldans samkvæmt líkani glóbalistanna skref fyrir skref. Fyrsta skrefið er að setja „vörur“ þeirra – vegna þess að þeir selja vörur – við hlið þess sem við höfum nú þegar eða gætum haft að eigin hætti. Það getur verið kanadískt erfðabreytt hveiti sem er blandað saman við lífrænt hveiti frá litlum bæjum, einkarekin heilsugæsla við hlið opinberrar heilbrigðisþjónustu, rafbílar við hlið bensínbíla, snjöll vinna á afskekktum stað ásamt vinnu á skrifstofunni.

Svo virðist sem hinn nýi valkostur – sem hefur kostnað fyrir notendann í efnahagslegu og mannlegu tilliti – sé ekki þvingaður heldur einfaldlega settur fram sem valmöguleiki. Þegar þeim hefur þannig tekist að kynna „vörurnar“ sínar, þá búa þeir svo um hnútana, að fyrri kosturinn sem við höfðum verði í raun ósjálfbær, vegna þess að hann verður of dýr eða ekki lengur leyfður samkvæmt reglum ESB.

Augljóslega er kostnaðaraukningin gerð af ásettu ráði og komið á undir yfirskini neyðarástands og kreppa. Þannig finnum við okkur ekki lengur vörurnar og þjónustuna sem við höfðum aðgang að áður hvorki án endurgjalds né á sanngjörnu verði. Við neyðumst því til að sætta okkur við, að við fáum aðeins „vörur“ þeirra, þar sem þeir ákveða verð og afhendingarskilmála.

Hugarfar fjárkúgunar

Þessi umskipti eru augljóslega þvinguð og miða að því að taka burt það sjálfræði sem við áttum áður. Við getum ekki lengur valið hvort við notum bensínbíl, því aðeins má nota rafbíla í borgum og evrópskur staðall bannar viðgerðir á gömlum bílum. Við getum ekki borðað náttúrulegan mat, vegna þess að túnin hafa verið tekin eignarnámi, býlin gerð gjaldþrota eða vegna þess að Evrópusambandið borgar þeim fyrir að framleiða ekki eða þá vegna þess, að viðskiptasamningar binda okkur til að flytja inn hveiti frá Kanada og mjólk frá Nýja Sjálandi. Við getum ekki fengið tíma hjá heilbrigðisyfirvöldum, vegna þess að opinber útgjöld hafa verið skorin niður í þágu einkarekinnar heilbrigðisþjónustu.

Þetta er hugarfar fjárkúgunar. Öllum mögulegum undankomuleiðum frá martröð glóbalismans er lokað til að við neyðumst að fara þangað sem óskað er eftir í nafni ímyndaðrar yfirvofandi hættu. (Faraldurinn var notaður til að knýja fram bólusetningar. Úkraínukreppan var notuð til að hækka orkuverð. Lækkandi fæðingartíðni er notuð til að flytja inn ódýrt vinnuafl frá þriðja heiminum með töluverðum kynþáttalegum umskiptum).

Ef við horfum á hlutina frá sjónarhorni hlýnunar jarðar, þá virðist vera um risamikið (rangt) yfirskin að ræða til að koma á Dagskrá 2030, sem hefur í för með sér flutning fjármagns frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum til stórra fjármálahópa. Almenningur verður eignarlaus og óheyrilegur gróði flyst til alþjóðafyrirtækja með aðsetur í skattaskjólum. Ef þið takið eftir því, þá er þetta kerfi notað án undantekningar jafnvel á svæðum sem virðast komast hjá þeirri sölumennsku sem notar þennan undirróður. Ég er viss um, að þið þekkið öll mörg tilvik, þar sem þessar meginreglur gilda.

Spilling

Lygar og fjárkúgun. En líka spilling. Vegna þess að án virks samstarfs stjórnmálastéttarinnar, fjölmiðla, dómskerfis, lögreglu, kennara, lækna og jafnvel kristilegrar hirðar sem orðin er þjónn elítunnar, þá hefðu þessar lygar og fjárkúgun ekki verið möguleg.

Ef litið er á þá sem fara með embætti stjórnvalda og æðstu völd stofnana í dag, er nánast eingöngu um að ræða fólk frá „Young Global Leaders for Tomorrow“ frá World Economic Forum. Klaus Schwab viðurkenndi þetta hispurslaust: „Okkur hefur tekist að komast inn í allar vestrænar ríkisstjórnir.“ Hvernig? Með peningum, auðvitað, vegna þess að þeir búa til peningana og jafnvel prenta þá, þar sem seðlabankar eru einkafyrirtæki með í forsvari nokkurra þekktra fjárfestingarsjóða undir formennsku meðlima World Economic Forum.

BlackRock og Vanguard eiga opinberar skuldir margra þjóða, sem þeir geta einnig fjárkúgað í gegnum matsfyrirtæki eða með þrýstingi frá Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Evrópu. Ef peningarnir sjást ekki, þá sjást kosningasvik, sýndarréttarhöld, „sjálfsmorð“ og slys í staðinn.

Síðari hluti verður birtur fljótlega. Hér að neðan má hlýða á boðskap Carlo Maria Viganò:

Skildu eftir skilaboð