Gústaf Skúlason skrifar:
Um alla Evrópu mótmæla bændur hækkandi kostnaði, sköttum, ódýrum innflutningi og grænni stefnu ESB. Í nokkra daga hafa grískir bændur einnig tekið þátt í mótmælunum.
Laugardaginn 3. febrúar söfnuðust grískir bændur saman fyrir utan landbúnaðarsýningu í borginni Þessalóníku, þar sem þeir fleygðu m.a. kastaníuhnetum á gangstéttina. Bændur komu frá Norður-Grikklandi á dráttarvélum sínum.
Segja bændur munu neyðast að flýja Grikkland
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur heitið bændum mörgum milljónum evra til að draga úr framleiðslukostnaði landbúnaðarins. Kostas Tzelas, formaður bændasamtaka í Þessalíu segir upphæðina„smápening“ að sögn AP. Hann bætir við:
„Forsætisráðherrann hefur ekki minnst á að við munum missa tekjur af sameiginlegri landbúnaðarstefnu [ESB]. Ef hann vill að við verðum áfram í Grikklandi og flytjum ekki úr landi, þá verður hann að leysa vandamál okkar.“
Lofa auknum mótmælum í vikunni
Bændur í Grikklandi ætla að hittast í vikunni og heita því að auka mótmælin meðal annars með því að loka þjóðvegum.
Bændur í mörgum löndum hafa gert uppreisn gegn landbúnaðarstefnu stjórnvalda eins og í Þýskalandi, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Þúsundir dráttarvéla hafa stöðvað umferð á þjóðvegum og bændur hafa meðal annars sturtað áburði á götur.
Bændur frá mörgum Evrópulöndum mótmæltu einnig fyrir utan ESB-þingið í miðborg Brussel. Hundruð bænda óku dráttarvélum inn í borgina í byrjun febrúar.