Af hverju mótmælir enginn Aserbaídsjan?

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, Stríð5 Comments

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Eurovision á að vera hrein skemmtun - utan við alþjóðapólitíkina. Það á ekki að láta flytjendur gjalda þess í hvaða landi þeir eru fæddir

Þeir sem komnir voru til vits og ára árið 1986 er við tókum fyrst þátt í Eurovision með Gleðibankanum muna vel spenninginn er ríkti að kvöldi hins 3. maí og svo vonbrigðin með 16. sætið. Við höfum notið misjafns gengis en stundum eygt möguleikann á sigri í þessarri keppni þar sem gæði lagsins eru ekki endilega það sem ræður úrslitum, heldur sjóvið í heild, búningar, dansar og sviðsframkoma. Þetta hefur verið meinlaus skemmtun, menn hafa komið saman í heimahúsum, valið sín uppáhaldslög og skálað fyrir gengi Íslands.

Alþjóðapólitíkin í Eurovision

En svo hélt alþjóðapólitíkin innreið sína er allt rússneskt var sett á svartan lista og rússneskum tónlistarmönnum bönnuð þátttaka í Eurovision. Samstaða áhugamanna um Eurovision var ekki sterkari en það.

Í ár skal hatast við Ísraelsmenn, sem tekið hafa þátt í keppninni frá 1973 og unnið 4 sinnum, vegna viðbragða við innrás hryðjuverkamanna er drápu allt kvikt: tónlistargesti, bændur, erlenda farandverkamenn, bedúína og hunda -nauðguðu, brenndu, pyntuðu og rændu fólki (sem mörgu hefur ekki verið skilað aftur). Menn óttast mjög að þær ungu konur sem enn eru í haldi búi við sömu kjör og Jasídakonur hjá ISIS.

Þar að auki lofa leiðtogar hryðjuverkamannanna að endurtaka leikinn þar til Landið helga hafi verið hreinsað af gyðingum - hreinsað frá „ánni til sjávar". Þeir hafa nefnilega vakið reiði Allah - eða svo segir í Kóraninum, á mörgum stöðum. Svo eru þeir líka afkomendur apa og svína skv. sömu bók.

Enginn krefst þess hins vegar að  Aserbaídsjan verði meinuð þátttaka

Enginn krefst þess hins vegar að  Aserbaídsjan verði meinuð þátttaka jafnvel þótt þeir hafi flæmt nær alla Armena frá Artsakh (Nagorno Karabakh), fólk sem hafði átt þar heima frá ómunatíð. Sameinuðu þjóðirnar sendu eftirlitssveit 1. október 2023 og komst hún að þeirri niðurstöðu að aðeins 50 til 1.000 Armenar væru eftir í landinu og 1. janúar á þessu ári var tilkynnt að lýðveldið Artsakh væri ekki lengur til.

Að tengja Eurovision hernaðinum á Gasa er gjörsamlega út í hött. Á Gasa ríkja ströng sjaríalög og samkvæmt lögbókinni sem þar er í gildi, Reliance of the Traveller, er aðeins leyfð tónlist í brúðkaupum og trúarlegum veislum og þá helst tambúrínur. Vilji menn gerast tónlistarmenn er ráðlegt að reyna fyrir sér annars staðar, eins og meðlimir Sol Band sem spila arabíska þjóðlagatónlist gerðu, en þau fengu dvalarleyfi í Tyrklandi. Salafistarnir á Gasa voru ekki heldur hrifnir af því að kona var meðlimur bandsins.

Íbúar Gasa eru ekki hrifnir af LBGTQ menningu

Oft er sagt að Eurovision sé hinsegin hátíð en íbúar Gasa eru ekki heldur hrifnir af LBGTQ menningu. Hermt er (hadíður) að Spámaðurinn hafi sagt að eigi karlmenn mök saman skuli þeir báðir drepnir og árið 2016 drápu Hamasliðar einn foringja sinn, Mahmoud Ishtiwi, vegna gruns um að hann væri samkynhneigður. Það kom einnig í fréttum árið 2022 að Ahmad Abu Murkhiyeh, samkynhneigður palestínskur flóttamaður sem hafði fengið tímabundið dvalarleyfi í Ísrael hefði verið afhöfðaður á umráðasvæði Palestínumanna.

Ísraelar eru hins vegar mun frjálslyndari og sendu transkonu í keppnina 1998, hana Dönu International, og vann hún keppnina með laginu Diva.

RÚV brýtur reglur

Í ár brýtur RÚV reglur keppninnar með því að leyfa palestínskum manni, sem virðist ekki einu sinni búa hérlendis, Bashar Murad, að keppa. Bashar syngur um „frjálsa Palestínu" á Austurvelli, þ.e. gyðingafría Palestínu. Samt hefði hann ekki getað skapað sér nafn sem tónlistarmaður nema af því hann fékk að ganga í ísraelskan tónlistarskóla. Myndi hann vilja búa undir stjórn Hamas?

Af hverju að vera fávitar? Af hverju er ekki hægt að halda Eurovision án haturs? Og af hverju eru menn svo miklir hræsnarar að segja ekki orð um framferði Aserbaídsjana en fordæma Rússa og Ísraelsmenn?

5 Comments on “Af hverju mótmælir enginn Aserbaídsjan?”

 1. Það er eitt sem mig langar að spyrja þig Ingibjörg, af hverju er Ísrael með í Eurovision?
  Ég veit ekki betur miðað við þá landafræðikunnáttu sem ég hef að það sé ekki snefill af Ísraelsku landi í Evrópu.

  þú er greinilega mjög vel að þér í þessum málum fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem þú heldur því fram að palistínska þjóðin sé búin að kúga gyðingana í áraraðir með því að láta taka af sér endalaust land og halda sér afgirtum ásamt því að skammta þeim mat og aðrar nauðsinjar eftir hentisemi síðast liðna meira enn sjö áratugi.

 2. Ísrael var meðlimur Samtaka evrópskra útvarpsstöðva þegar það sótti um að taka þátt í Eurovision 1973 segir á Eurovisionvefnum og mörg lönd utan Evrópu hafa tekið þátt, t.d. Aserbaídsjan, Armenía og Tyrkland, sem er reyndar ekki lengur með. Úff, á ég að hafa sagt að palestínuarabar kúgi gyðinga. Hvenær með leyfi? Ég tel að arabaríkin hafi kúgað bæði palestínuaraba og gyðinga með því að nota þá sem vopn gegn Ísrael. Manstu ekki eftir Khartúmyfirlýsingunni1967: enginn friður, engir samningar, engin viðurkenning á Ísraelsríki? Palestínuarabar hefðu fyrir löngu fengið eigið ríki ef leiðtogar þeirra hefðu viljað semja. Arafat sagði nei 2000 og Abbas hafnaði fullgerðum samningum 2008 og neitaði að svo mikið sem kíkja á Abrahamssamkomulagið þó að sum arabaríkin hafi boðist til að fjármagna uppbyggingu palestínsks iðnaðar, tengingu Vesturbakkans og Gasa og nýrra bæja í Negev.

 3. Partur af Tyrklandi er í Evrópu, Aserbaídsjan, Armenía og Ísrael eru það ekki og þar af leiðandi ekki partur af Evrópukeppnum í söng eða íþróttum.

  Þetta sem ég skrifaði um Palistínu er kaldhæðni á móti greinini þinni sem er einföld einhliða útskýring frá stuðningsmanneskju gyðinga og Ísraels. Ég sé að mikið af fólki er að tala og fullyrða um gyðingahatur ef maður er ekki sammála yfirgang Ísraels. Ég styð hvorugan enn er á móti þessum fjöldamorðum á palistínsku fólki á undanförnum mánuðum. Það er merkilegt að það skuli ekki vera búið að setja viðskiptabann á Ísrael eins og var gert við Rússland?

  Alþjóðasamfélagið hefur aldrei samþykkt Palistínuríki ólíkt Ísraelsríki. Vandamálið liggur í því að báðar þessar þjóðir eru púðurtunna vegna öfgatrúarbragða. Bandaríkin bera mesta ábyrgð á þessari vitleysu með því að brauðfæða Ísrael af vopnum og peningum í gegnum tíðina.

 4. Somehow agree with you Ingibjorg. If eurovision is as plain as music competition, how can we explain the boycott against Israel’s participation if it’s not.politics, like we had done before to Russia. Plain and simple as just a music competition.

Skildu eftir skilaboð