Hamas neitar að láta gíslana lausa í skiptum fyrir 1500 arabíska fanga

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StríðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hamas hefur hafnað tillögu Ísraela um að sleppa Ísraelsmönnum sem þeir tóku í gíslingu í hryðjuverkaárásinni 7. október – gegn því að Ísraelar slepptu 1.500 Palestínumönnum úr ísraelskum fangelsum.

Að sögn Ísraelsmanna rændu Hamas 253 manns, bæði Ísraela og fólk frá öðrum löndum, í hryðjuverkaárásinni 7. október í fyrra. Um 1200 manns í Ísrael voru myrtir í árásinni.

Samhliða stríðinu á Gaza eiga sér stað samningaviðræður milli Ísraels og Hamas sem enn hafa ekki skilað neinum árangri.

Á fimmtudaginn tilkynnti Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að samkomulag þar sem Hamas sleppir gíslunum sé mögulegt – en að það séu mjög erfið mál sem þurfi að leysa fyrst. Frá þessu greinir sádi-arabíska fjölmiðlafyrirtækið Al-Arabiya. Blinke sagði:

„Við erum núna í ferli með Katar, Egyptalandi og Ísrael þar sem við vinnum mjög ákaft með það að markmiði að reyna að ná samkomulagi og ég held að það sé mögulegt.“

Skildu eftir skilaboð