Geir Ágústsson skrifar:
Loksins, loksins, loksins! Loksins er kominn fyrsti vísir að einhverri umræðu um málefni innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi.
Umræða þar sem er hægt að hafa ákveðna skoðun án þess að vera bara kallaður rasisti. Það er jú aldrei hægt að kalla formann Samfylkingarinnar rasista þótt hann þrói með sér sömu skoðun og þeir Sjálfstæðisflokknum.
Þetta minnir á danska þjóðfélagsumræðu fyrir 20 árum síðan. Einn stjórnmálaflokkur var að stækka vegna áherslu sinnar á að takmarka streymi hælisleitenda og flóttamanna inn í Danmörku. Flokkurinn var kallaður öllum illum nöfnum þar til danska Samfylkingin tók upp stefnu hans í þessum málaflokki. Þá gat umræðan hafist.
Umræðan er nauðsynleg til að norræn jafnaðarmennska nái að fóta sig á Íslandi. Hún snýst um að verja velferðarkerfið en ekki láta það ná til alls heimsins (fyrir utan skattgreiðendurna sem borga fyrir það - þeir fá ekkert).
Hvað sem mönnum finnst um risavaxinn velferðarvef á könnu hins opinbera hljóta allir fagna því að hann nái fyrst og fremst til innfæddra og bara til annarra ef það er eitthvað aflögu. Það er alls ekki staðan á Íslandi í dag (eða Danmörku, ef því er að skipta, enda getur tekið áratugi að leiðrétta skemmdarverk fortíðarinnar).
One Comment on “Umræðan er loksins hafin!”
Sum fíflin á Alþingi eru loksins farin að átta sig á afleiðingunum af skelfilegri stefnu í hælis-og innflytjendamálum!