Danir endurskoða bólusetningar 5-11 ára barna – ekki lengur nauðsyn

frettinErlentLeave a Comment

Ómikron og árstíðarskiptin gera það að verkum að heilbriðigsyfirvöld endurskoða nú hvort áfram eigi að mæla með bólusetningum fyrir 5 til 11 ára börn.

Landlæknisembættið íhugar hvort skynsamlegt sé að mæla með bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunni.

Landlæknir Dana, Søren Brostrøm, segir við Politiken:

Við erum í því ferli að endurmeta tilmælin af tveimur ástæðum:- Að hluta til vegna þess að ómikron er annað en delta og leiðir til færri innlagna og að hluta til vegna þess að árstíðarskipti eru á leiðinni og smitkúrfan mun brotna niður vegna mikils ónæmis í samfélaginu, segir Søren Brostrøm við fjölmiðla.

Í nóvember á síðasta ári komu þau tilmæli frá Landlæknisembættinu að foreldrar ættu að láta bólusetja börn sín frá 5 til 11 ára sem þótti rétt ákvörðun þá. Þá var þörf fyrir meira ónæmi meðal barnanna.

Svíar hafa einnig tilkynnt að þeir ætli ekki að mæla með bólusetningum barna 5-11 ára.

Danir hafa einnig aflétt öllum fjöldatakmörkunum, grímuskyldu og bóluefnapössum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð