Á miðvikudaginn, 2. febrúar sl., fyrirskipaði dómstóll í Texas að Pfizer skjölin skyldu afhent og setti fram afhendingaráætlun sem byggð var á samkomulagi sem aðilar málsins höfðu komið sér saman um.
Eins og Fréttin fjallaði um í lok janúar gerði Pfizer tilraun til að blanda sér í afhendingu FDA (matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna) á gögnum Pfizer um mRNA bóluefni fyrirtækisins sem dómstóll í Texas hafði fyrirskipað (FDA) að afhenda.
Það voru samtökin Public Health and Medical Professionals for Transparency (PHMPT) sem höfðuðu málið til að fá gögnin sem FDA lagði til grundvallar neyðarleyfinu sem gefið var út svo heimilt væri að nota mRNA bóluefnið.
Samkvæmt fyrirskipun dómstólsins á miðvikudag skal FDA afhenda gögn hverju sinni í síðasta lagi á fyrsta virka degi hvers mánaðar. Skulu 10.000 blaðsíður verða afhentar í mars og apríl, 80.000 blaðsíður skal afhenda í í maí, júní og júlí og 70.000 blaðsíður í ágúst. Þaðan í frá skulu afhentar 55.000 blaðsíður í hverjum mánuði þar til öll gögn hafa verið afhent.
FDA vildi upphaflega fá 75 ár til að afhenda gögnin og reyndi að komast hjá því með öllum tiltækum ráðum að láta þau af hendi. Þá reyndi Pfizer nýlega að fá heimild dómstólsins til að koma að afhendingu undir því yfirskyni að tryggja þyrfti að engar upplýsingar yrðu birtar sem ætti ekki að birta.
Í ljósi þessa verður fróðlegt að sjá hvort FDA eða Pfizer reyni enn og aftur að hindra það að almenningur fá að sjá gögnin sem lágu til grundvallar neyðarleyfinu til notkunar á mRNA efnunum.
Fyrstu skjölin sem FDA var gert að afhenda sýndu glæpsamlega yfirhylmingu Pfizer á bóluefnaskaða og andlátum.