Dómstóll fyrirskipar birtingu allra skjala um bóluefni Pfizer – FDA krafðist leyndar

frettinErlentLeave a Comment

Staðfest er að Bandaríkjamenn eigi þegar í stað rétt til upplýsinga um Pfizer bóluefnið og þróun þess.

Dómstóll í Texas fyrirskipaði Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) að birta meira en 320.000 skjöl sem tengjast Pfizer COVID-19 bóluefninu og skal eftirlitið birta 55.000 blaðsíður á mánuði þar til öll skjölin hafa verið birt.

FDA hafði farið fram á að þurfa ekki að birta nema um 500 blaðsíður á mánuði og fá þannig 75 ár til að birta öll skjölin. Fréttin.is fjallaði um hluta þeirra skjala sem þegar hafa verið birt.

Aron Siri lögmaður sem fór með málið, fyrir Public Health and Medical Pro-fessionals for Transparency (PHMPT) sem óskaði eftir gögnunum með vísan til upplýsingalaga sagði; „Þetta er frábær sigur fyrir gagnsæi og ryður úr vegi því tangarhaldi sem heilbrigðisyfirvöld hafa haft á gögnunum sem óháðir vísindamenn þurfa aðgang að til að geta boðið lausnir og tekið á þeim alvarlegu vandamálum sem bóluefnaáætlunin er að valda.“ Þá bætti hann við; „Enginn maður á nokkurn tíma að vera þvingaður til að taka þátt í óumbeðinni lyfjameðferð.“

,,Það getur ekki verið mikilvægara verkefni hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitinu … en heimsfaraldurinn, Pfizer bóluefnið, að láta bólusetja alla Bandaríkjamenn og að það sé tryggt að bandarískur almenningur geti verið viss um að ekki hafi verið vaðið af stað í flýti af hálfu stjórnvalda í Bandaríkjunum,“ sagði dómarinn Mark T. Pittman.

„Í samræmi við þetta kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að þessi beiðni [ um afhendingu gagnanna] samkvæmt upplýsingalögum (FIOA) sé afar mikilvæg fyrir almenning.“

Dómstóllinn rökstuddi niðurstöðuna með því að vísa til þess mikilvæga réttar sem fælist í upplýsingalögunum um aðgengi að gögnum og sá réttur væri til verndar borgunum og lýðræðinu. Þá tók dómstóllinn fram að „þjóð sem væri hrædd við að láta fólk sitt dæma um sannleikann og blekkingar opinberlega væri þjóð sem hræddist fólkið sitt.“

Það eru ekki nema fjórir dagar frá niðurstöðu annars dómstóls þann 3. janúar sl. sem ógilti þá fyrirætlun ríkisstjórnar Biden forseta að skylda Navy SEALs sérsveitarmenn Bandaríkjahers í bólusetningu.

Heimild

Skildu eftir skilaboð