Í síðasta mánuði fjarlægði Neil Young tónlist sína af Spotify eftir að streymisveitan neitaði að ritskoða einn vinsælasta hlaðvarpsstjórnanda heims, Joe Rogan.
Núna aðeins nokkrum vikum síðar hefur teymið hans Neil Young hljóðlega og án allra yfirlýsinga hlaðið tónlist hans aftur inn á Spotify.
Þetta upphlaup Neil Young gæti líklega flokkast með misheppnaðri tilraunum til útilokunar í heimi streymisveitnanna.
Young hélt því fram að Rogan væri að dreifa „röngum upplýsingum um bóluefni - sem gæti valdið dauða þeirra sem tryðu þeim upplýsingum.“ Hann lýsti því einnig yfir að Spotify „geti haft Rogan eða Young. Ekki báða.“
Spotify valdi Rogan en bætti við að þeir vonuðust til að Young myndi snúa aftur fljótlega. Hann kom fljótlega aftur, reyndar mjög fljótlega.
Anthony Farris hjá OutKick fjallaði nýlega um ákvörðun Spotify:
„Podcast þáttur Rogan, The Joe Rogan Experience, er eingöngu á Spotify og um 11 milljónir hlusta á hvern þátt. Áætlað er að tónlist Young sé með um 6 milljónir áheyrenda á mánuði. Ef Young veltir því fyrir sér hvort hin kjánalega og vandræðalega krafa hans hafi fengið hljómgrunn hjá fólki, þarf hann bara að fletta í gegnum samfélagsmiðla. Svo virðist sem markaðurinn fyrir 76 ára gamlingja með skítatónlist og jafnvel skítlegri skoðanir sé ekki eins sterkur og hann var einu sinni.“