Frægasta fótboltalið Rúmeníu tekur bólusetta leikmenn úr liðinu – ,,eru of kraftlausir“

frettinErlentLeave a Comment

Frægasta fótboltalið Rúmeníu, Steaua Búkarest, hefur sett Covid bólusetta leikmenn liðsins í leikbann. Eigandi liðsins, Gigi Becali, segir að íþróttamenn missi kraft eftir bólusetningarnar og heldur því fram að þeir sem eru bólusettir deyi á sjúkrahúsum ólíkt þeim sem eru óbólusettir.

Gigi Becali telur að leikmenn sem hafi fengið Covid bóluefni séu kraftlausir.

Hann segir leikmenn hjá Steaua Búkarest og leikmenn annarra liða vera í erfiðleikum eftir að hafa tekið bóluefnið og nefnd hinn 36 ára kantmann Ciprian Deac sem dæmi um að bóluefnið hefði áhrif á eldri leikmenn.

Becali sagði einnig nýlega að Claudiu Keseru framherji Steaua Búkarest gæti ekki lengur spilað á hæsta stigi fótboltans.

Nýjasta yfirlýsing hans hefur vakið heiftarleg viðbrögð ríkisstjórnar landsins.

,,Þú átt eftir að hlæja, en ég gæti haft rétt fyrir mér. Þeir sem eru bólusettir missa kraftinn. Þetta er eitthvað vísindalegt,“ sagði hann að sögn rúmenska blaðamannsins Emanuel Rosu.

„Hefurðu ekki séð hjá Caile Ferate Cluj? Og hjá Rapid virtust leikmenn vera að falla í yfirlið. Þeir sváfu á jörðinni. Allt bólusett fólk missir kraftinn!

„Ég sé líka mína menn, þessa bólusettu. Það hefur ekki áhrif á suma, en það hefur áhrif á þá sem eru eldri. Hefurðu ekki séð [Ciprian] Deac? ,,Stormurinn“ er farinn.

Í gær sagði Fréttin frá því að Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð hefði opnað sérstaka deild fyrir íþróttafólk með hjartavandamál.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð