Framkvæmdastjóri Ísraelsdeildar Amnesty, gagnrýnin á nýútkomna skýrslu

frettinErlentLeave a Comment


Molly Malekar, framkvæmdastjóri Ísraelsdeildar Amnesty International, er gagnrýnin á nýútkomna skýrslu Amnesty um að aðskilnaðarstefna ríki í Ísrael. Hún segir skýrsluna ekki gagnlega og að hún geti jafnvel gert ástandið verra.

Malekar segist slegin yfir ásökununum en það sem fari mest í taugarnar á sér sé að Amnesty, sem hafi það að markmiði að bæta mannréttindi í heiminum sé að vasast í fræðilegum skilgreiningum. Þegar Amnesty gefi út skýrslu þá skipti það höfuðmáli hverju skal áorkað. Þessi skýrsla fordæmi alla landsmenn í stað þess að benda nákvæmlega á hvað þurfi að breytast og hvað menn séu að gera rétt. Einnig gagnrýnir hún að Amnesty lýsi Palestínumönnum sem réttlausum þolendum sem geti ekki gert neitt til að bæta stöðu sína. Það sé hvorki rétt né gagnlegt.

Molly Malekar, framkvæmdastjóri Ísraelsdeildar Amnesty International.

Palestínumönnum sé vissulega mismunað en þeir hafi réttindi, sumir séu í toppstöðum; þeir berjist sjálfir fyrir auknum réttindum og hafi áhrif og það beri að viðurkenna. Hún vill ekki meina að gyðingahatur ráði för hjá Amnesty, eins og hefur heyrst, en að stofnunin berjist ekki nóg gegn slíku, e.t.v. sakir ótta við að vera talin hliðholl Ísraelsríki.

Palestínuarabarnir Mansour Abbas og Esawi Frej sem báðir gegna valdastöðum innan stjórnkerfis Ísrael hafna því einnig að aðskilnaðarstefna ríki í Ísrael og utanríkisdeildir BNA, Bretlands og Þýskalands gera hið sama.

Skildu eftir skilaboð