Rússar ráðast inn í Úrkaínu – stríð þar með hafið í Evrópu?

frettinErlent2 Comments

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti tilkynnti í ávarpi rétt fyrir klukkan sex í Moskvu í morgun að hann hafi fyr­ir­skipað rúss­neska hern­um að ráðast inn í Úkraínu.

Putín talaði um „sér­staka aðgerð til af­vopna og af-nas­ista­væða Úkraínu“ og kallaði eft­ir því að úkraínski her­inn legði niður vopn sín.

Volodimír Zelenskí for­seti Úkraínu hafði áður sagt í ávarpi, eft­ir miðnætti að staðar­tíma í Kænug­arði, að Pútín hefði hafnað boði sínu um viðræður. Um tvö hundruð þúsund rússneskir hermenn voru þá við landa­mæri Úkraínu að sögn Zelenskís.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til að reyna koma í veg fyrir hernaðaraðgerðir Rússa og réðust Rússar inn í Úkraínu á meðan.

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, sagði í Morgunútvarpi Rásar 1 í morgun að með innrás Rússa í Úkraínu væri stríð hafið í Evrópu. Hann sagði tímasetningu innrásarinnar hafa komið á óvart, en hernaðaríhlutunin sem slík hafi verið yfirvofandi allt frá því Pútín lýsti yfir sjálfstæði Lúgansk og Donetsk í Donbas-héraði í Úkraínu. 

2 Comments on “Rússar ráðast inn í Úrkaínu – stríð þar með hafið í Evrópu?”

  1. Pútín veit sem er að það er mikið af trukkabílstjórum í Úkraínu sem þarf að hafa hemil á með öllum tiltækum ráðum.

Skildu eftir skilaboð