Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað kjanorkusveitum Rússa að vera í viðbragðsstöðu vegna heiftúðlegra yfirlýsinga leiðtoga Vesturlanda.
„Vestræn ríki grípa ekki aðeins til óvinsamlegra efnahagsaðgerða gegn landi okkar, heldur gefa leiðtogar helstu NATO-ríkja út heiftúðlegar yfirlýsingar um landið okkar. Því hef ég fyrirskipað hersveitum Rússa sem sjá um fælingarvopn að vera í viðbragðsstöðu, segir Putin“. En undir slík vopn flokkast meðal annars kjarnorkuvopn.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti lokun loftrýmisins á Twitter nú í morgun og bætist Ísland þar með í hóp Finnlands, Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Þýskalands, Litháen og Póllands sem öll hafa lokað á rússneskar flugvélar.
Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Rússneskir diplómatar og viðskiptaðailar fá ekki að koma til landsins og búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra.