Svona lítur heilaþvottur út: Ísraelsstjórn nýtir áhrifavalda í sprautuherferðir

frettinErlentLeave a Comment

„Leitaðu þér upplýsinga og farðu í bólusetningu, við treystum á þig.“

Myndband sem gengur um á samfélagsmiðlum sýnir hvernig Ísraelsstjórn reynir að innræta borgara sína og fá þá til að sprauta sig með COVID-19 bóluefnum.

Myndbandið, sem framleitt er af RTmag.co.il, og sjá má hér neðar, sýnir ýmsar upptökur af ungum ísraelskum áhrifavöldum sem hvetja fylgjendur sína til að fara í bólusetningu. Allir áhrifavaldarnir nota sama handritið.

„Eins og þú veist, því miður, er COVID-veiran kominn aftur,“ segja þeir allir, „og það er afar mikilvægt að halda heilsu. „Láttu bólusetja þig núna, rétt áður en skólinn byrjar. Ég hef þegar verið bólusett."

„Við munum ekki geta hist í verslunarmiðstöðvum og hangið saman þar,“ segja áhrifavaldarnir. „Til að forðast það að lenda í sóttkví skulið þið láta bólusetja ykkur. Við verðum að koma í veg fyrir það, vinir mínir. Látið bólusetja ykkur.“

„Takið bóluefnið! Látið bólusetja ykkur!“ endurteka ísraelskir embættismenn í kór, þar á meðal Benjamin Netanyahu fyrrverandi forsætisráðherra, Naftali Bennett núverandi forsætisráðherra og margir embættismenn í heilbrigðisráðuneytinu.

„Ég er búinn að láta bólusetja mig, farðu í bólusetningu. Ef þú ert enn hikandi varðandi bóluefnið, ef þú ert enn óviss, þá legg ég til að þú ræðir við foreldra þína, eldri bræður og systur, líka heimilislækninn þinn,“ segja áhrifavaldarnir í kór áður en þeir fullvissa áhorfendur sína um að heilbrigðisráðuneytið hafi allar upplýsingar um bóluefnið.

„Og vefsíða heilbrigðisráðuneytisins hefur allar upplýsingar sem þú þarft. Fáðu upplýsingarnar og láttu bólusetja þig. Við treystum á þig.“

„Svona lítur heilaþvottur út,“ segir RTmag.co.il að lokum.

Enn sem komið er er óljóst hvert umfang áróðursherferðar Ísraelsstjórnar verður, þó að þetta sé fyrsta vísbendingin um að áhrifavaldar hafi verið notaðir til að ýta undir bólusetningar.

Mörgum fannst bólusetningarherferð ríkisstjórnarinnar furðu ágeng, þar sem refsingum og harðri orðræðu var beint að óbólusettum.

Naftali Bennett, forsætisráðherra, sakaði óbólusetta um að „ganga um með vélbyssu og skjóta Delta afbrigðinu að fólki,“ og hvatti foreldra bólusettra barna til að deila við foreldra óbólusettra barna. Bennett gerði einnig ráðstafanir til að halda óbólsettum ísraelskum börnum frá skólum og loka óbólusetta íbúa inni.

Í september var heilbrigðisráðherra landsins, Nitzan Horowitz, nappaður með hljóðnemann á lofti þar sem hann viðurkenndi: „það er engin læknisfræðileg eða faraldsfræðileg réttlæting fyrir Covid vegabréfum, ætlunin með þeim er aðeins að þrýsta á óbólusetta til að fara í bólusetningu.

Þó að vitað væri að Ísrael hafi lofað lyfjafyrirtækinu Pfizer að gera tilraunir með bóluefnið á borgurum sínum, var mörgum samt brugðið yfir ágengninni og hörkunni sem notast var við.


Skildu eftir skilaboð