Þegar hlutirnir einfaldlega smella

frettinInnlendarLeave a Comment

Parið Álfrún Kolbrúnardóttir og Birgir Örn Magnússon stofnuðu framleiðslufyrirtækið Flame Productions fyrir rúmu ári síðan eða árið 2021 eftir margra ára ævintýri í heimi kvikmyndagerðar og tónsmíðar.

Flame býður upp á kvikmynda þjónustu, tónsmíði og markaðssetningu tónlistar ásamt því að halda uppi ferskum og spennandi lagalistum á Spotify.

Álfrún hefur tekið upp og framleitt og hin ýmsu tónlistarmyndbönd seinustu árin og hefur hún sótt í kvikmyndagerð tækniskólans ásamt því að ljúka erlendu kvikmyndanámi á netinu.

Birgir Örn smíðar lögin og hefur hann lokið við erlent tónlistarnám á netinu. Nú vinna þau hin ýmsu verk ásamt sínu teymi hjá Flame.

Ég hef haft áhuga á kvikmyndagerð frá því að ég var ung og gerði mikið af því að búa til ýmsar stuttmyndir með systur minni og vinkonum sem við tókum upp með símanum og klipptum saman, þessar stuttmyndir fá hins vegar ekki að líta dagsins ljós’’ Segir Álfrún og hlær

"Ég kynntist unnusta mínum Birgir einnig mjög ung en það kviknaði almennilega í ástinni fyrir rúmum 6 árum og hefur hann verið að gera tónlist frá því hann var mjög ungur einnig. Saman fórum við að semja okkar eigin lög ásamt því að vinna með ýmsu tónlistarfólki í skemmtilegum verkefnum bæði á kvikmynda og tónsmíða hliðinni og síðan tók ég það að mér að markaðssetja tónlistina fyrir þá sem ég hef verið að vinna með og áttaði mig þannig á því að ég hef brennandi áhuga fyrir því.

Þetta einhvern veginn small allt saman hjá okkur eins og þetta hafi verið skrifað í skýin og tókum við því ákvörðum um að gera þetta að lífinu okkar og stofnuðum fyrirtækið Flame Productions þar sem við bjóðum upp á alla þessa þjónustu fyrir okkar tónlistarfólk." segir Álfrún.

Álfrún og Birgir gefa einnig út sína eigin tónlist undir listamanns nöfnunum Alyria og Bixxi og hafa þau gert mikið af því að koma fram saman.

Nú á dögunum gáfu þau út sitt nýjasta lag Running sem fjallar um það hvernig hugurinn getur átt það til að mistúlka gjörðir því þær sýna ekki alltaf hina sálrænu hlið ástarinnar.

Þú getur fylgst með parinu á samfélagsmiðlum Álfrúnar og Birgis.
Flame production on instagram:

https://www.instagram.com/flame_productions_iceland/

Flame production on facebook:

https://www.facebook.com/FlameProductionIceland

Samanlagt hafa þeirra lög náð vel yfir milljón hlustanir eða um 1,380.000 streymi yfir allar helstu streymisveitur og hægt er að nálgast texta og tónlistarmyndböndin þeirra á Youtube síðu flame.

Það er aldeilis heitt á kolunum hjá parinu um þessar mundir og eignuðust þau sitt annað barn lítinn dreng þann 8. júní en saman eiga þau fyrir 3. ára stúlku.

Fallegu börnin þeirra Álfrúnar og Birgis.


Þú getur fylgst með parinu á samfélagsmiðlum Álfrúnar og Birgis.

Hér neðar má hlusta á nýjasta lag hæfileikraríka listaparsins sem að svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér á sviði kvikmyndagerðar og tónsmíðar.

Skildu eftir skilaboð