Guðrún Bergmann skrifar:
Líkaminn framleiðir ýmis ensím og vökva sem eiga að stuðla að niðurbroti fæðunnar sem við neytum. Algengt er hins vegar eftir því sem við eldumst að þessi ensímframleiðsla minnki. Ef þú ert komin/-n fram yfir miðjan aldur og meltingin virðist vera í ólagi eru líkur á að þig vanti meltingarensím.
Sem dæmi má nefna að gallblaðran er eitt af þeim líffærum sem gegnir mikilvægu hlutverki í niðurbroti fæðunnar. Sé búið er að taka gallblöðruna úr fólki vantar alveg gallvökva í niðurbrotsferlið.
SÉRTÆK MELTINGARENSÍM
Ég er í A- blóðflokki og hef lengi þurft á því að halda að nota meltingarensím, en inntaka á þeim „gleymdist“ þó um tíma hjá mér, í raun allt of lengi. Meltingin var því orðin léleg og ég alltaf með verki í maganum.
Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt til að vinna á þessum vanda og fyrir valinu varð Full Spectrum meltingarensímið frá Dr. Mecola. Það virkar ótrúlega vel, því melting og öll líðan hefur batnað á ógnarhraða.
Ég valdi Full Spectrum ensímið, því það dekkar í raun allt sem ég þarf aðstoð við í meltingarferlinu. Þeir sem þurfa á sértækum ensímum að halda geta hins vegar valið sér ensím sem koma sérstaklega í stað gallvökva, stuðla að niðurbroti glútens eða henta þeim sem eru á keto-mataræði.
BEISKIR MELTINGARDROPAR
Einnig eru til beiskir meltingardropar frá Dr. Mercola. Grundvallarhugmyndin á bak við þá er að þeir örva bragðlaukana til að framleiða meira munnvatn, en það setur meltingarkerfi líkamans í gang með hraði.
Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir að munnvatnið spilar lykilhlutverk í meltingarstarfsemi líkamans og stuðlar að niðurbroti á sterkju og fitu.[i] Framleiðsla á því hefst gjarnan þegar við sjáum matinn eða hugsum um hann og segjum: „Ég fæ bara vatn í munninn.“
Stundum dugar þó ekki hugsunin ein og þá er gott að taka inn beiska meltingardropa til að örva munnvatnsframleiðsluna.
ENSÍM ERU MIKILVÆG
Ensímin eru meðal mikilvægustu formgerða í líkamanum. Þau eru langar keðjur prótína sem taka á sig sérstakt form og vinna eins og lyklar sem opna ákveðnar læsingar í líkamanum. Þegar amínósýrur sem tengjast innan ensíma eru skemmdar, brotnar ensímið niður og getur ekki lengur sinnt því sem það á að gera[ii].
Þessar skemmdir geta orsakast af einhverju eftirfarandi: Flúor – Eiturlyfjum – Áfengi – Geislun –Niðursoðnum mat – Unnum matvælum – Matvælum sem soðin eru við hærra hitastig en 47°C.
Lífsstíls- og umhverfisþættir sem ganga mikið á ensím líkamans eru meðal annars mikil loftmengun, lyfjanotkun, ónógur svefn og streita tengd samskiptum og fjármálaáhyggjum.
Flestir í samfélögum nútímans búa við þetta álag og neyslu á mikið unninni fæðu og það veldur ensímskorti í líkamanum.
TÍU ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA MELTINGARENSÍM
Hér er listi yfir ávinninginn[iii] af því að taka inn meltingarensím en þau draga úr bólguþáttunum og auka orku líkamans.
Að auki er talað um að ensímin lækki kólesteról líkamans. Yfirleitt eru meltingarensím tekin rétt fyrir mat eða með mat, en þegar þau eru tekin á fastandi maga eru þau sögð örva ónæmiskerfið, vinna á liðagigt, bæta heilbrigði lifrar og draga úr neikvæðum afleiðingum krabbameinsmeðferða.
Neytendaupplýsingar: Meltingarensímin frá Dr. Mercola fást í verslunum Mamma Veit Best í Auðbrekku í Kópavogi, á Njálsgötu 1 í Reykjavík og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is
Heimildir:
[i] https://health.clevelandclinic.org/digestive-bitters/
[ii] https://drjockers.com/10-benefits-digestive-enzymes/