Almannavarnir sendu viðvörunarskilaboð í alla síma í nágrenni við gosstöðvarnar

frettinInnlendar1 Comment

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi textaskilaboð í alla síma sem voru í nágrenni við gosstöðvarnar til að vara fólk við að leggja leið sína að gosstöðvunum.

7.500 farsímar voru nærri gosstöðvunum og um 4.000 þeirra eru erlend símanúmer. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi í dag.

„Við viljum biðla til fólks að fara varlega. Þetta er löng ganga; þetta er miklu lengri ganga heldur en var að gosstöðvunum í fyrra, og um erfiða leið að fara. Þannig þetta er ekki nema fyrir mjög vel búið fólk sem er vant löngum gönguferðum að fara í þetta,“ sagði Víðir.

Gönguleiðin að sdðvunum eru um 17 kílómetrar.

One Comment on “Almannavarnir sendu viðvörunarskilaboð í alla síma í nágrenni við gosstöðvarnar”

Skildu eftir skilaboð