Eldgos hafið á Reykjanesskaga

frettinInnlendarLeave a Comment

Sprungugos er hafið á sam­felldri sprungu á Reykja­nesskaga. „Þetta er á þeim stað sem bú­ist var við því að gosið kæmi upp,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, jarðeðlis­fræðing­ur og pró­fess­or emer­it­us.

Hraun renn­ur í Mera­dali því er sést vel á vef­mynda­vél. Gosið virðist ekki stórt við fyrstu sýn að sögn Páls.

„Þetta er enn annað mein­laust gos“

Mun gosið hafa áhrif á innviði?

„Þetta er enn annað mein­laust gos,“ seg­ir Páll og er ekki von á ösku­falli þar sem um hraungos er að ræða.

„Þetta er beint yfir gang­in­um sem hef­ur verið að hreyf­ast und­an­farið,“ seg­ir Páll.

Er þetta svipað eða frá­brugðið gos­inu í Fagra­dals­fjalli?

„Þetta er allt öðru­vísi,“ seg­ir Páll, þar sem um sprungugos sé að ræða.

„Í Fagra­dals­fjalli gaus á ör­stuttri sprungu sem varð síðan að tveim­ur litl­um gíg­um. Þetta er al­veg sam­fellt gos á sprungu. Þetta er ekki stórt gos en þetta er al­veg skýrt,“ seg­ir Páll.

Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra

Samkvæmt veðurstofunni er gosið í vestanverðum Merardölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað.

Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð. kl 13:18.

Gas berst frá jarðeldinum og hafa almannavarnir verið upplýstar um eldgosið.

Hægt er að sjá gosið beint í vefmyndavél mbl.is hér neðar.


Skildu eftir skilaboð