Jón Magnússon skrifar:
Hagstofan segir að 7.371 útlendingur umfram brottflutta hafi sest að í landinu fyrstu 6 mánuði ársins. Úkraínumenn eru innan við 1000 þeirra. Þetta er álíka fjöldi og allir íbúar Akranes.
Gríðarlegur aðflutningur útlendinga veldur ofurálagi á heilbrigðis-, skóla- og húnsæðiskerfið.
Íslensk stjórnmálastétt sér enga ástæðu til að bregðast við og takmarka aðkomu fólks, þó ekki væri nema til að tryggja fólkinu í landinu góðan aðgang að læknisþjónustu, skólagöngu svo ekki sé talað um húsnæði.
Eðlilega verður húsnæðisskortur þegar álíka margir og búa á Akranesi flytjast til landsins á 6 mánaða fresti.
Íslensk stjórnmálastétt virðist ætla að halda áfram að fljóta sofandi að feigðarósi í stað þess að stjórna landamærunum.