Fréttinni hafa borist ábendingar frá velvakanda um að margir sem hafi lagt leið sína að gosstöðvunum í Reykjadal sé bæði vanbúið, og án vatns eða drykkja og enn aðrir hafi sést jafnvel á spariskóm.
Leiðin er mjög krefjandi og tekur a.m.k. um 6 klukkutíma í heild sinni, fram og til baka. Þá hefur lögreglan varað við því að ung börn fari á svæðið vegna gosmengunar.
Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er því ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu.
Þrátt fyrir margar viðvaranir frá almannavörnum þá virðist sem fólk hafi virt það að vetthugi og hlaupið af stað vanbúið til að skoða gosið.
Lögreglan ítrekar því að fólk þurfi að vera vel undirbúið, í góðum göngufatnaði og í það minnsta með vatnsbrúsa. Hún segir einnig að fólk þurfi að vera meðvitað og fylgjast með með nýjustu vendingum hvað varðar vindátt því huga þarf að gasmengun sem getur farið mjög illa í fólk sérstaklega börn og dýr.
Hér að neðan má sjá myndband sem var sent á Fréttina, þar sést vel hversu fólk er hættulega nálægt hrauninu og lítið þarf til að út af bregði og illa fari.