Umboðsmaður Alþingis krefst útskýringa á takmörkuðu aðgengi barna að gosstöðvum

frettinInnlendarLeave a Comment

Umboðsmaður Alþingsi hefur ritað lögreglustjóranum á Suðurnesjum bréf þar sem hann óskar eftir útskýringum innan viku á ákvörðun lögreglustjórans um að takmarka aðgengi barna að gosstöðvunum í Meradölum.

Í bréfinu segir að óskað sé upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími, að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu.

Umboðsmaður óskar einnig svars við því hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt.

Brréfið má lesa á vef Umboðsmanns Alþingis.

Skildu eftir skilaboð