Lögreglan hefur skipað Páli skipstjóra réttargæslumann

frettinInnlendarLeave a Comment

Páli Steingrímssyni skipstjóra hefur nú formlega verið skipaður réttargæslumaður af lögreglunni á Norðurlandi eystra. Páll segir þetta mikinn létti en hafa komið sér á óvart á ljósi orða Þórðar Snæs blaðamanns hjá Kjarnanum, en hann sagði fyrir stuttu a hann teldi að málið yrði fellt niður.

Eins og fram kom nýlega þá hafa blaðamennirnir fjórir aftur verið kallaðir til yfirheyrslu eftir að hafa kært og tapað málinu fyrir dómstólum, en þau töldu yfirheyrsluna lögbrot.

Færslu Páls má lesa í heild sinni hér neðar:

Kæru ættingjar, vinir og samstarfsmenn.

Það var mér mikill léttir í síðustu viku þegar lögreglan skipaði mér formlega réttargæslumann til að gæta hagsmuna minna í því sem koma skal vegna yfirstandandi lögreglurannsóknar. Þetta kom mér í raun á óvart í ljósi orða Þórðar Snæs í fjölmiðlum um að hann teldi að málið yrði fellt niður. Ef til vill var hann annað hvort of bjartsýnn eða kannski ekki að segja alveg satt sem væri þá ekki í fyrsta skipti þegar hann á í hlut.

Það hefur verið erfitt að bíða síðan upplýst var að yfirheyra ætti blaðamennina í febrúar síðastliðnum en þessi hálfs árs töf skrifast eingöngu á tilraunir fjölmiðlamannanna að sannfæra dómstóla um að þeir geti ekki verið sakborningar í sakamáli. Eðlilega féllust dómstólar ekki á það, enda snýst málið ekki um að svæla út heimildarmann. Hann er þekktur.

Við skulum líka hugsa um orð saksóknara, sem sagði að lög um vernd heimildarmanna voru ekki sett til að fjölmiðlamaður gæti verið heimildarmaður annars fjölmiðlamanns. Þetta sýnir samt í raun að um afar fámennan hóp að ræða. Flestir fjölmiðlamenn, eins og flest fólk, vinnur vinnuna sína eftir bestu getu. Þetta sýnir hins vegar að alls staðar geta verið skemmd epli. Ég tel að um sé að ræða afar fámennan hóp fólks sem hefur níðst á fólki og misnotað traust og trúnað annarra til þessara verka til að vinna sínum hugðarefnum framgang.
En þetta þýðir að núna mun ég á næstu dögum segja frá minni hlið á þessu ógeðfellda máli og hvernig það snýr að mér.

Skildu eftir skilaboð