Í nýrri rannsókn sem birt var 3. ágúst sl. í tímaritinu Jama Network Open, var fylgst með endursmiti allra Íslendinga sem áður höfðu sýkst af Covid-19, í Omicron-bylgjunni, á tímabilinu 1. desember 2021 til 22. febrúar 2022.
Rannsóknin sýnir að líkurnar á endursmiti séu allt að 15,1% meðal 18-29 ára, en minnkar með hækkandi aldri. Endursýking kemur ekki á óvart miðað við endursýkingartíðni sem sést um allan heim eftir að Omicron tók yfir, þó að höfundar hafi búist við lægri tíðni.
Hjá öllum aldurshópum, fyrir utan yngri en 17 ára og 50-74 ára, hækkaði sýkingartíðni með fjölda bóluefnaskammta.
En áhugaverðasti hlutinn er samanburðurinn eftir bólusetningarstöðu. Það sýnir að hjá flestum aldurshópum eru þeir sem hafa fengið tvo skammta eða fleiri líklegri til að endursmitast en þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu eða einn skammt. Munurinn er lítill en hann er tölfræðilega marktækur. Með eigin orðum höfunda: „Það kemur á óvart að tengsl voru á milli tveggja eða fleiri skammta af bóluefni og aðeins meiri líkum á endursýkingu samanborið við einn skammt eða minna.”
Sú spurning sem eftir stendur er hvers vegna höfundar gera ekki greinarmun á óbólusettum og þeim sem fengu eina sprautu.
Heimild: Þorsteinn Siglaugsson á Substack.