Eftir Arnar Sverrisson:
Í viðtali við spænska dagblaðið, El País, tók hinn spænski Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, af allan vafa um eðli stríðsins í Úkraínu. „Við eigum í allsherjar stríði við Rússa,“ lét hann hafa eftir sér í viðtalinu. Nú þurfa efasemdarmenn varla lengur að velkjast í vafanum.
Josep skírskotar til bræðra- og systralags Vestur-Evrópubúa. Nú sé að duga eða drepast og skipta systurlega á milli sín kostnaðinum við Rússastríðið. Því ber er hver á bakinu, nema sér systur eigi. Frelsi og lýðræði sé í hættu svo bráðri, að langdregið stríð sé nauðsynlegt - eins og Bandaríkjamenn hafa einnig boðað.
Þeirri viðleitni Vesturlanda hefur sjálfur Vladimir Pútín veitt athygli og haft nokkur orð um. Nú er eins gott að Katrín og fjólubláa ríkisstjórnin kíki aftur í handraða skattgreiðendakistilsins. Þar mætti ef til vill finna fleiri krónur til vopnakaupa.
Slík gjöfli gæti orðið hughreysting úkraínska kvenþingmanninum, sem nú fer um með betlistaf í kjölfar ávarps forseta síns á Alþingi. Konan hefur lagt til, að Vesturlandabúar fari að dæmi Bandaríkjamanna og steli bókstaflega rússneskum („frystum“) eignum og gefi þær Úkraínumönnum.
Til fróðleiks má geta þess, að svipuð leið var farin, eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá stálu Bandaríkjamenn þýfi nasistanna og lánuðu síðar Evrópumönnum, sem voru í sárum eftir stríðsvitfirringu. Þeir kölluðu þetta Marshallaðstoð.
One Comment on “Joseph Borrell utanríkismálastjóri ESB: „Evrópumenn eiga í allsherjarstríði við Rússa“”
Hann meinar spyllta hyskið í evrópu? Ég hef ekkert á móti Rússum og vona að þeir taki ærlega til þarna.