Mannréttindi af ýmsum toga

frettinPistlarLeave a Comment

Mannréttindi eru af ýmsum toga.  Þar má t.d. nefna ferðafrelsi sem flestum þykir mikils virði.  Á þeim árum þegar Evrópu var skipt í tvennt þótti það ekki síst til marks um að lífið væri betra í vestrinu, að ferðafrelsi var meira þar, en fyrir austan.  

Á Íslandi er eldgos.  Það er stórkostlegt náttúruundur. Heimsókn að eldgosi gleymist aldrei og börn sem það sjá munu varðveita þá reynslu í huga sér alla ævi og segja afkomendum sínum frá.    

Þá bregður svo við að lögreglan hefur bannað eldgosið fyrir yngri en 12 ára með tilvísun í lög um almannavarnir.  Þar er fjallað um heimildir lögreglu sem gilda á hættustundu.

Öllum sem umgangast börn og hafa farið upp að eldgosi í þokkalegu veðri er ljóst að sæmilega vel búnum börnum er engin sérstök hætta búin.  Það á reyndar líka við um fullorðna og jafnvel þótt veðrið sé leiðinlegt.  Að jafnaði er auðvelt að forðast útblásturinn, menn halda sig einfaldlega frá honum, svipað og tíðkast við áramótabrennu.   Það er vandalaust, nema ef til vill þá fáu daga sem vind hreyfir ekki.     

Það er vandséð annað en að Lögreglan á Suðurnesjum hafi farið langt út fyrir valdheimildir sínar.  Hvað ætlar umboðsmaður barna að segja við því og hvað ætlar dómsmálaráðherra að taka til bragðs?

Skildu eftir skilaboð