Ásökunum um kynferðislegt áreiti miskunnarlaust notað sem vopn gegn karlmönnum

frettinInnlendarLeave a Comment

Ásökunum um kynferðilegt áreiti er beitt miskunnarlaust sem vopni gegn mönnum til þess að þagga niður í þeim. Þetta kom meðal fram í máli Kristins Sigurjónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í síðustu viku sem var gestur á Útvarpi Sögu.

Kristinn sagði þöggun almennt eiga sér langa sögu og eitt af elstu dæmunum væri um 50 ára. Það varðaði konu sem opnaði fyrsta kvennaathvarfið í Bretlandi og hafði mátt þola árásir af hálfu feminista þar sem tilgangurinn var að þagga niður í henni vegna þess að hún hafði sagt frá því að 62% þeirra kvenna sem leituðu í kvennaathvarfið hefðu verið að beita eiginmenn sína ofbeldi. Þessi frásögn hentaði ekki málstað feminista.

Kristinn nefndi ótal dæmi þess að ráðist hafi verið gegn fólki sem hefur á einhvern hátt þótt valda óþægindum, sagt eitthvað sem væri óhentugt o.s.frv. Nú sé það hins vegar svo að þegar konur komi fram með ásakanir, jafnvel þó óljósar séu varðandi kynferðislegt áreiti karlmanna sem losna þarf við og þagga niður í án þess að kæra þá. Ásökunin er sett fram og síðan er treyst á að fjölmiðlar taki við.

Það sé hins vegar svo segir Kristinn að fjölmiðlar kafi ekki djúpt ofan í þessi mál heldur séu málin sett fram á yfirborðslegan hátt og fréttir fluttar stanslaust af málinu þar til einhver stígur fram með aðra hlið á málinu sem útskýrir málið nánar þá slái skyndilega þögn á fjölmiðlana og ekkert fjallað meira um málið.

Kristinn nefnir tvö dæmi þar sem umfjöllun var skyndilega hætt þegar það hentaði ekki lengur málsstaðnum; mál Vítalíu Lazarevu þar sem umfjöllun um ásakanir hennar var skyndilega hætt eftir að fram kom að þær hefðu verið settar fram í þeim tilgangi að fjárkúga menn sem sagðir voru hafa áreitt hana.

Hitt dæmið snýr að manni sem starfaði í Háskóla Íslands og var sagður hafa haldið ungum konum nauðugum á heimili sínu dögum saman. Síðar hafi kona nokkur sem var á staðnum stigið fram og sagt að stúlkurnar sem um ræddi hafi verið þar af fúsum og frjálsum vilja, þær hafi verið nokkurs konar grúppíur. Málið var skyndilega verið þaggað niður þegar sannleikurinn kom fram.

Þá nefndi Kristinn þá áhugaverðu staðreynd að bók hafi verið til sölu á Amazon sem fjallaði um það hvernig ætti að taka karlmenn niður í einu skrefi, en sú bók væri uppseld.

Hlusta má á þáttinn hér á Útvarpi Sögu.

Skildu eftir skilaboð