Liz Cheney og pabbi Dick

frettinHallur Hallsson, Pistlar2 Comments

Hallur Hallsson skrifar:

Í Ameríku hefur það gerst að þingkonunni Liz Cheney var hafnað í prófkjöri repúblikana í Wyoming með brauki og bramli en "mid-term" þingkosningar fara fram í nóvember. Ungfrú Cheney laut í lægra haldi 28.9% atkvæða gegn 66.3% Harriet Hageman studd af Donaldi trumpista.

Ungfrú Cheney hafði gengt varaformennsku í svokallaðri 6. janúar-nefnd fulltrúadeildarinnar sem síðan á útmánuðum hefur haldið pólitísk sýndarhöld í Washington um atburðina 6. janúar 2021 þegar dyr þinghússins voru opnaðar fyrir fólki af ýmsum gerðum og tegundum. Demókratar fullyrða að þennan dag hafi árás verið gerð á lýðræði Ameríku.

Sýndarhöldin í Washington hafa helst minnt á pólitísku réttarhöldin yfir Geir Haarde fyrir tíu árum. Réttarhöldin í Reykjavík voru fyrstu pólitísku réttarhöld í sögu Vesturlanda. Menn minnast auðvitað réttarhalda Stalíns og Hitlers og nú sýndarhalda í Ameríku sem hefur hafnað sýningunni þrátt fyrir samstilltar CNN, BBC og RÚV „fréttir á rauntíma.“ Ameríka hefur látið sér fátt um finnast um sýndarhöldin sem kölluð eru kengúru-réttur. Repúblikanar hafa jafnt og þétt aukið fylgi eftir því sem á sýndarhöldin hefur liðið. Demókratar horfa fram á að missa meirihluta í báðum deildum.

Ungfrú Cheney hafði verið kjörin í fulltrúadeildina 2016. Hún var þá metin til sex milljóna dollara en hefur efnast vel í embætti, nú metin á $44M. Búkona góð að fara úr 830 milljónum króna í sex milljarða á sex árum á berum þingtaxta. Auðvæðing stjórnmálamanna við kjötkatla er vitnisburður um flottan bísniss á válegum tímum plága og styrjalda.

Glöggir lesendur muna að 30 FBI-agentar vopnaðir vélbyssum réðust inn á heimili Donalds Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump var að heiman meðan agentarnir þrjátíu leituðu í tólf tíma að „glæp“. Þeir brutu meðal annars upp tóman peningaskáp og grömsuðu í vistarverum frú Trump. Framganga FBI hefur galopnað augu Ameríku fyrir „vopnvæðingu“ FBI og CIA.

DICK Í LIÐI RÚV

Hinn alræmdi Dick Cheney hafði stutt dótturina með ráðum og dáð; uppnefnt Trump lygara, skræfu og lýðræðisþjóf . Þetta hefur RÚV útlistað af trúmennsku. RÚV hafði augljóslega gleymt ferilskrá Dick Cheney og meintum stríðsglæpum. Pistlar um Íraksstríð George Bush, Dick Cheney og Tony Blair eru gleymdir og grafnir á Efstaleiti. Nú er Dick í liði RÚV. Er hægt að skálda þetta?

Dick Cheney.

En Ameríka hefur ekki gleymt Endalausum stríðum. Ameríka man lygavefinn sem spunninn var um efnavopn Saddams Hussein. Ameríka þekkir stríðsglæpi Georges, Dicks og Tonys í Írak þó RÚV hafi gleymt þeim. Ameríka þekkir sprengjuregn Obama, Biden og Hillary í Lýbýu sem Sýrlandi. Ameríka þekkir ofbeldi og íkveikjur Antifa og Black Lives Matter í amerískum borgum. Ameríka er skeptísk á stríð Úkraínu. Ameríka hefur fengið sig fullsadda af „Endalausum stríðum“ demókrata sem repúblikana; Clinton, Bush, Obama, Cheney, Biden. Eini forsetinn sem ekki hefur farið í stríð er „guli kallinn“ sem FBI & CIA elta á röndum. Hvað segir það okkur?

Liz fékk svakalegan rasskell svo undan svíður. En RÚV lætur ekki af trú sinni. RÚV upplýsir okkur að ungfrú Cheney gæli við að fella Trump 2024. Hún ætli að útiloka „gula kallinn“ frá Hvíta Húsinu. „Ungfrú Cheney meinar það,“ segir RÚV og bætir við að fólk sé búið að fá nóg af Trump og trumpisma. Svona er rúvízk fréttamennska skemmtileg.

2 Comments on “Liz Cheney og pabbi Dick”

  1. Allir sem neita að láta vinstri-sinnaða fjölmiðla í þjónustu valdaelítunnar mata sig vita að Donald Trump vaggar bátnum óþægilega. Og það má ekki!

Skildu eftir skilaboð