Íslenskir blaðamenn máttu ekki hafa neitt eftir Guðmundi Karli lækni

frettinInnlendar1 Comment

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir var nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðmundur Karl, hefur orðið fyrir árásum fyrir að fara gegn straumnum í Covid faraldrinum „Flest allir kollegar mínir sem tjáðu sig mest hér á landi, til að mynda læknar á landsspítalanum hafa fengið milljónir í styrki frá lyfjafyrirtækjum. Ég er ekki að segja að þeir séu ekki vel meinandi og eflaust gengur þeim gott til, en þeir eru ekki óháðir. Fólk sem hefur haft milljónir í rannsóknarstyrki frá lyfjafyrirtækjum er eðli málsins samkvæmt ekki frjálst og óháð,“ segir Guðmundur Karl, sem vill meina að Covid tímabilið hafi sýnt okkur mikilvægi þess að við förum í naflaskoðun varðandi ritskoðun og óvinsælar skoðanir.

Guðmund­ur Karl vakti at­hygli í ­far­aldr­in­um fyr­ir meðal annars að ræða um nóbelsverðlaunalyfið Ivermectin sem ódýru og áhrifaríku lyfi við Covid.

„Þetta er þrautreynt lyf sem er nán­ast al­gjör­lega án auka­verk­ana og hef­ur verið notað í ára­tugi á millj­ón­ir manna. Rann­sókn­irn­ar bentu strax til þess að þetta til­tekna lyf gæfi frá­bæra raun sem ein af meðferðunum við Covid. En ein­hverra hluta vegna var Iver­mect­in gert að ein­hvers kon­ar bann­orði. Lyf sem er með færri auka­verk­an­ir en Panodil og hef­ur verið gefið í 4 millj­örðum skammta til mann­fólks í gegn­um tíðina. Við hljót­um að geta verið sam­mála að það sé eitt­hvað skrýtið við þessi ofsa­fengnu viðbrögð gagn­vart þeim lækn­um sem vildu nota þetta lyf. Ég var kærður af Lyfja­stofn­un og mér var hótað fang­elsis­vist eins og ég væri að gera eitt­hvað stór­hættu­legt.“

„Ég vil ekk­ert vera að naga í fjöl­miðlana, en það gerðist oft­ar en einu sinni á Covid-tíma­bil­inu að ís­lensk­ir blaðamenn hringdu í mig og vildu fá upp­lýs­ing­ar, en sögðu svo að þeir mættu ekki hafa neitt eft­ir mér. Vænt­an­lega af því að ég var ekki á sömu skoðun og yf­ir­völd. Ég ef­ast ekki um að þetta fólk sé að gera sitt besta, en aft­ur, þá er bara svo auðvelt að sjálfs­rit­skoða sig þegar press­an er jafn­mik­il og hún var þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst. Þeir sem héldu fram öðrum skoðunum en sótt­varna­yf­ir­völd fengu á sig alls kon­ar árás­ir og voru kallaðir ál­hatt­ar eða sam­særis­kenn­inga­fólk,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að það hafi gerst oft­ar en einu sinni að fólk hafi svo snögg­lega skipt um skoðun þegar það veikt­ist sjálft af Covid.

Íslenskur meistarnemi komst óvænt að virkni ivermectin

Í þessu sambandi má geta þess að íslenskur námsmaður, Esther Vikt­oría Ragn­ars­dótt­ir, vann meist­ara­rit­gerð í lyfja­fræði um lyfið iver­mect­in, sem helst er notað gegn sníkju­dýra­sýk­ing­um í fólki sem býr í Afr­íku, og skoðaði í rann­sókn sinni hvort mögu­leiki væri á að gefa börn­um lyfið með nefúða. Það sem hún komst að á leiðinni var að lyfið hef­ur einnig sýnt virkni gegn veirunni sem veld­ur Covid-19.

„Upp­runa­lega átti rit­gerðin alls ekki að tengj­ast Covid en þegar ég fór að skrifa og leita heim­ilda sá ég nokkr­ar grein­ar sem fjölluðu um þetta. Ég talaði mikið við leiðbein­and­ann minn um þetta. Hon­um fannst al­veg um að gera að skrifa um þetta þar sem við erum í miðjum heims­far­aldri. Hann var sjálf­ur ekki al­veg viss hvað væri á bak við það því þetta er allt svo nýtt,“ seg­ir Esther í sam­tali við mbl.is.

Brot úr viðtalinu við Guðmund Karl má finna á mbl.is

One Comment on “Íslenskir blaðamenn máttu ekki hafa neitt eftir Guðmundi Karli lækni”

  1. Það væri nú fróðlegt að fá að vita hverjir bönnuðu blaðamönnum að hafa neitt eft­ir Kalla, og hversvegna þeir hafi farið eftir því banni

Skildu eftir skilaboð