Eistneski fáninn á hvolfi og borgarstjóri Tallin var látinn labba

frettinInnlendarLeave a Comment

Eystrasaltsríkin sendu forseta og fylgdarlið til Reykjavíkur til að fagna 31 árs fullveldisafmæli sínu.

Háttsett eistnesk sendinefnd undir forystu Alar Kalis forseta, sem heimsótti Ísland, lenti í nokkrum vandræðum í forsetaheimsókn sinni til landsins. Um þetta er meðal annars fjallað í Eystrasaltsfréttagáttinni Delfi.

Fyrsta vandamálið kom upp á flugvellinum, þegar Mihhail Kolvart, borgarstjóri Tallinn var látinn yfirgefa flugvélina fótgangandi, þar sem ekki var gert ráð fyrir honum í rútu heiðursgestanna. Fréttastofan benti einnig á að eistneski fáninn hafi verið á hvolfi þar sem hann var dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur.

Að lokum bentu áheyrnarfulltrúar á að Jóni Baldvini Hannibalssyni, fv. utanríkisráðherra Íslands hafi ekki verið boðið á viðburðinn þrátt fyrir að hafa verið aðalerindreki Íslands árið 1991, þegar Tallin endurheimti sjálfstæði Eistlands þann 20. ágúst það ár. Jón Baldvin ákvað að Ísland skyldi verða fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands.

Eistneski fáninn á hvolfi við Ráðhús Reykjavíkur

Heimild.

Skildu eftir skilaboð