Þórður Snær, Þóra og glæpur ársins

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Eftir Pál Steingrímsson blaðamann og kennara:

Blaðamannafélag Íslands verðlaunaði í vor helstu afrek félagsmanna á liðnu ári. Þórður Snær og Arnar Þór af Kjarnanum fengu viðurkenningu fyrir „rannsóknarblaðamennsku ársins.“ Félagarnir fengu frá RÚV efni úr síma Páls skipstjóra Steingrímssonar og birtu. Feikileg rannsóknarvinna felst í að birta efni annarra - eins og nærri má geta.

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni fékk „blaðamannaverðlaun ársins.“ Hann gerði það sama og Þórður Snær og Arnar Þór, fékk texta ofan af Glæpaleiti og birti á Stundinni. Æðstu gæði íslenskrar blaðamennsku, samkvæmt fagfélagi stéttarinnar, er að afrita og líma.

Markmiðin verða vart háleitari, skyldi ætla. En jú, ef afritunin er fengin með glæpsamlegum hætti er það sérstakur bónus.

Þremenningarnir eru sakborningar í RSK-sakamálinu. Fjórði sakborningurinn, sem vitað er um, er Þóra Arnórsdóttir á RÚV. Réttarstaða blaðamannanna varð kunnug um miðjan febrúar. Verðlaunin fengu þeir í maí. Einstakt í sögu verkalýðsfélaga er að þau hvetji til skipulagðrar glæpastarfsemi.

Í haust hlýtur Blaðamannafélag Íslands að verðlauna glæp ársins. Blaðamönnum RSK-miðla tókst að hnoða saman í eitt sakamál líkamsárás með byrlun, stafrænt kynferðisofbeldi, gagnastuld og brot á friðhelgi einkalífs, skv. greinargerð lögreglu dags. 23. febrúar í ár.

Afrekið verðskuldar verðlaun.

Verðlaunin verða sennilega afhent á Ítalíu. Að því gefnu, auðvitað, að ekki sé í gildi framsalsamningur milli þarlendra yfirvalda og Íslands.

One Comment on “Þórður Snær, Þóra og glæpur ársins”

  1. Það er heilmikil súpa soðin af þessu magra beini, daglegar greinar sem fjalla um ekki neitt, en sýnir öllum sem vilja sjá að Palli Kennari hefur annaðhvort ekkert betra að gera við tímann, eða hann er að sinna vinnu sinni með þessum skrifum.

    Við vitum jú að Samherji heldur úti her af leigupennum til að fegra sjálfa sig og sverta þá sem voga sér að benda á glæpi fyrirtækisinns. Við höfum jú heyrt um skæruliðadeildina, sem var afhjúpuð með gögnum sem fundust í síma Palla skipstjóra; þar kom í ljós að Samherji hefur fólk á fullum launum, hvers einasti tilgangur var að dreifa áróðri um þá sem rannsökuðu glæpi Samherja.

    Hvar eru fréttirnar af rannsókn Íslenskra yfirvalda á mútum og öðrum glæpum Samherja?? Þessi ærandi þögn er efni í fjölmargar greinar sem hvorki Palli kennari eða blaðamenn vilja skrifa. Væntanlega af ótta við hefndaraðgerðir Samherja, eins og blaðamennirnir fjórir hafa mátt þola.

Skildu eftir skilaboð