Raunveruleikatenging

frettinGeir Ágústsson, Pistlar1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Hvernig væri að henda í svolitla raunveruleikatengingu, eða jarðtengingu, til að spyrna aðeins við allri vitleysunni sem dynur á okkur? Já, gerum það.

Við, sem mannkyn, hvergi nærri því að hætta gríðarlegri notkun á jarðeldaeldsneyti. Jafnvel fjær því en nokkru sinni. Öll heimsins vind- og sólarorkuverkefni ná rétt svo að klóra í þá viðbót af orku sem mannkynið þarf á að halda árlega, og verðmiðinn á slíku er gríðarlegur.

Rússar eru ekki að leggja jarðsprengjur á akra sem þeir vilja ráða yfir og setja sprengjur í leikföng þar sem þeir fara um. Þeir eru að gera ýmislegt slæmt en það er óþarfi að búa til einhverja teiknimyndaskúrka úr þeim.

Það er líka rangt, sem ég heyrði fleygt, að Rússar séu einangraðir á heimssviðinu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir eiga vini í Íran, Kína, Miðausturlöndum, Pakistan, Afríku, Sýrlandi, Indlandi og Japan, svo fátt eitt sé nefnt. Viðskiptaþvinganir gegn Rússum eru ekki annað en aðför að rússneskum og evrópskum almenningi og einangra Vesturlönd í kulda, verðbólgu og orkuskorti.

Rafmagnsbílar eru ekki góðir fyrir umhverfið. Þeir eru flottar græjur ríka fólksins sem hefur efni á að eignast bíl sem endist bara í brotabrot af líftíma bensín- og olíuknúinna bíla. Og gott hjá því!

Hinar svokölluðu sóttvarnaraðgerðir seinustu missera voru lækning verri en sjúkdómurinn. Hvernig vitum við það? Jú, meðal annars því það virðist talað fyrir daufum eyrum“ þegar yfirvöld eru beðin um að framkvæma einhvers konar uppgjör og samantekt á ákvörðunum og afleiðingum svokallaðra sóttvarnaraðgerða. Einhver hefur ekki áhuga á að opna á beinagrindurnar í skápnum, að því er virðist.

Við þurfum alla þá orku sem við getum aflað (með hagkvæmum hætti) og kjarnorka er sem betur fer komin aftur á dagskrá, auk opnunar á nýjum gaslindum í Evrópu, meðal annarra þátta. 

Læt þetta gott heita í bili. Velkomin til jarðar!

One Comment on “Raunveruleikatenging”

  1. Ef við fyrirgefum pungsleikjandi systra/bræðra, þjóðarmorðingjunum sem hafa fyrir pungsleikjandi stöðu sinnar ( og þeim var hjálpað alla leið) sem óskaðu eftir að vera smápeð i valda leikjum peninga eliturinnar og þar með forna sinni eigin þjóð og öllum þeim góðu gildum sem skapast hefur i gegnum aldirnar fyrir þræla heim drullusokka. Svarið mitt sem ég segi ég að við þurfum að taka upp gömlu aðferðirnar. Poka og halshöggvun. En fyrst þurfum við að breyta lögunum.

Skildu eftir skilaboð