Mikil mótmæli í Brasilíu eftir forsetakosningarnar

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Fréttin hefur verið uppfærð kl. 19:43

Það hefur verið þögn frá hinum hægrisinnaða forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem tapaði í kosningunum á sunnudag.  Um einum og hálfum sólarhring eftir sigur Luiz Inácio Lula da Silva hefur Bolsonaro enn ekki viðurkennt ósigur.

Hann er sagður óvenju rólegur og hefur ekki einu sinni gefið út opinbera yfirlýsingu. Samskiptaráðherra hans sagði að Bolsonaro ætli að hitta hæstaréttardómara landsins en muni ekki mótmæla niðurstöðum kosninganna, að því er Reuters greindi frá seint á þriðjudagsmorgun.

Da Silva, vinstrisinnaður fyrrverandi forseti, vann kosningarnar og fékk 50,9% atkvæða en Bolsonaro 49,1% sem er minnsti munur í  kosningum í Brasilíu, að minnsta kosti frá því að lýðræðið hófst aftur á níunda áratugnum.

Fjölda myndbanda er að finna á samfélagsmiðlum af mótmælum vegna úrslita kosninganna í helstu borgum Brasilíu þar sem vörubílar hafa meðal annars stöðvað umferð.

Uppfært: Bolsanero er sagður ætla ávarpa þjóðina síðar í dag og játa ósigur.

One Comment on “Mikil mótmæli í Brasilíu eftir forsetakosningarnar”

  1. uhhh ef mar sér að vinstri öfga gaurinn fékk 51/49 á flestum kosningastöðum þá er eitthvað gerast á bakvið tjöldin og líklegast að það hafi verið massa svindl, talandi nú ekki um að það eru engir seðlar til að telja til að komast að því hvort það hefði verið svindl.

Skildu eftir skilaboð