Þjóðkirkjan beygir sig undir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, TrúmálLeave a Comment

Kirkjuþing samþykkti þann 25. október sl. að „Þjóðkirkjan og söfnuðir þjóðkirkjunnar geri Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarvísi alls starfs og tvinni þannig sjálfbærni og réttlátri framtíð í alla starfsemi.“

Tillagan var flutt af Axel Árnasyni Njarðvík.

Heimsmarkmið og jöfnuður?

Í greinargerð segir meðal annars: „Í heimsmarkmiðunum endurspeglast helstu gildi kristinnar trú eins og kærleikur, virðing, umhyggja, samkennd, nægjusemi, jöfnuður og réttlæti.“

Einnig segir að:

„Núverandi og komandi áskoranir heimsbyggðarinnar á borð við loftslagshamfarir, hnignun náttúrulegra auðlinda og lífbreytileika, hungursneyð, stríð og óréttlæti kalla á sameiginlega sýn og aðgerðir í anda heimsmarkmiða þar sem allir hjálpast að.“

Til stuðnings greinargerðinni er vísað í heimasíðu Heimsmarkmiðanna og Heimsmarkmiðabók.

Út með boðorðin, inn með heimsmarkmiðin.

Skildu eftir skilaboð